Teningur - 01.10.1991, Side 24

Teningur - 01.10.1991, Side 24
Palli færði sig frá og ég var svo sann- færður um að hann væri að fara að ég fylltist örvæntingu og endurtók í sífellu: „Bíddu aðeins! Ekki fara! Ekki fara!“ Mér fannst einsog það rynnu enda- laust strimlar útúr munninum á mér sem á stóð: Ekki fara! Palli stóð yfir mér og sagði lágt: „Ertu hommi?“ Ég skildi hann ekki, en mér brá hrikalega. Hommi, er ég hommi...? Er ég einsog...? Ég stóð óstyrkur á fætur og ég þekkti ekki sjálfan mig þegar ég grát- bað: „Leyfðu mér bara að halda aðeins utanum þig. Ég geri ekki...“ Ég tók utanum Palla og við stóðum hreyfingarlausir ég veit ekki hvað lengi. Hvert andartak dældi inní mig ofgnótt af vellíðan. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við alla þessa vellíðan. Ég hvíslaði: „Ég elska þig. Ég elska þig,“ og orðin bara runnu uppúr mér án þess að ég gæti stoppað þau. Loks kyssti ég hann á hálsinn og hann hreyfði sig ekki. Þá kyssti ég hann á kinnina og hann vék höfðinu undan og reif sig hægt lausan og gekk burt án þess að líta á mig. Þegar ég horfði á eftir Palla hélt ég niðri í mér öllum hugsunum líkt og þegar ég held niðri í mér andanum þegar ég kafa. Þegar Palli var kominn úr augsýn var ég við það að kafna og hugsanirnar flugu trylltar um í höfðinu á mér einsog vanskapaðar hvítar leðurblökur: „Hvað, kann hommatitturinn að lesa eða..„Er það rétt að þú hafir verið að berja eitthvert hommagrey í skól- anum?“ „Ég ætla að láta þig vita að Páll er fullkomlega eðlilegur dreng- ur.“ Ég settist uppvið vegginn og fékk mér sopa af pelanum. Vínið var alger- lega bragðlaust. Hvernig sem ég reyndi gat ég ekki losnað við Palla sem þrammaði um inni í hausnum á mér einsog pyntingameistari. Ég var allur dofinn og ískaldur. Ég þrýsti augunum aftur til að fá aðra tilfinn- ingu. Þegar ég opnaði augun var eins- og ég væri staddur á annarri plánetu. Ég sá skólann rísa fyrir framan mig og hann var mér framandi einsog hann tilheyrði annarri vídd. Ég fann að allt umhverfið var mér fjandsamlegt: það var einsog einhver væri að mata mig á martröðum. Ég sá í huga mér Palla segja Hildi og Sigga bláa og öllum hópnum frá því sem gerst hafði og ég sá þau storma í áttina til mín. Ég vildi standa upp og flýja en ég gat það ekki. Ég þorði ekki einusinni að hreyfa puttana. Hvcrt átti ég líka að fara? Ég þekkti engan hér. Skyndilega laust þeirri hugsun nið- urí mig að Palli væri kominn og hann kraup fyrir framan mig og höfuðið á honum var einsog stór boiti. Ég tók utanum höfuðið og sneri því hægt í hringi á hálsinum einsog þegar ég leita að landi á hnattlíkani en hvergi var augu né munn að finna! Ég bara sat þarna stjarfur og allt sem ég þekkti og vissi hvarf inní kalt gin myrkursins einsog það hefði rifn- að djöfullegt gat á veruleikann stærra cn veruleikinn sjálfur.

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.