Teningur - 01.10.1991, Qupperneq 26

Teningur - 01.10.1991, Qupperneq 26
ÞORSTEINN GYLFASON SKÁLDSKAPUR OG SANNLEIKUR I Sannleikskenningin Það er afar algeng hugmynd um skáldskap að honum sé ætlað að láta einhvern sannleika í ljósi. En það getur ekki verið neinn venjulegur sannleikur því að oftast nær er skáld- skapur einmitt skáldskapur, það er að segja tilbúningur eða uppspuni. Og til- búningur eða uppspuni er auðvitað ósannur. Vilmundur Jónsson hefur þessa kenningu eftir Halldóri Lax- ness: „allur skáldskapur er fyrst og fremst blekking og að jafnaði því betri skáldskapur, því fullkomnari sem blekkingin er.“' Af þessum sök- um hafa þeir sem trúa á sannleikann í skáldskap orðið að búa sér til aðra sannleikshugmynd en hina venjulegu og trúa þá á tvenns konar sannleika, skáldlegan sannleika annarsvegar og hversdagslegan sannleika hins vegar. Þá er oftar en ekki talið að skáldlegi sannleikurinn sé í einhverjum skiln- ingi æðri eða meiri en hinn hversdags- legi. Og aðrir andmæla eins og Archi- bald MacLeish, skáldið ameríska sem frægast er á íslandi fyrir að hafa lagt til einkunnarorðin að Tímanum og vatninu, gerir í fyrirlestri sínum „Skáldið og blaðamaðurinn11.2 Stund- um er skáldlegur sannleikur gerður að andstæðu vísindalegs sannleika, og menn flytja innblásnar ræður um skáldskap og vísindi sem andstæður í andlegu lífi og búi hvor um sig við sinn sannleika. Ég minnist frægrar enskrar ritdeilu um vísindi og bók- menntir og þann sannleika sem eigna megi hvoru um sig. Þar áttust þeir við lífefnafræðingurinn Peter Medawar og gagnrýnandinn John Holloway.3 í fæstum orðum er sannleikskenningin um skáldskap og jafnvel alla list ein af heldri kenningum fagurfræðinnar fyrr og síðar. Þess má gcta til fróðleiks að alveg sambærileg sannleikskenning er til um trú: þá eru trúarleg sannindi gerð eðlisólík til að mynda vísindalegum sannindum, þannig að kraftaverkasög- ur guðspjallanna eða sjálf píslarsagan geti verið trúarlega sannar þótt þær séu vísindalega eða sagnfræðilega ósannar. Bróðurparturinn af guð- fræði þessarar aldar gengur út á þessa tvíhyggju eða tvöfeldni um sannleik- ann. II Kenning Aristótelesar Sannleikskenningin um skáldskap er rakin til Aristótelesar eins og fleira í menntum og vísindum okkar Vest- urlandabúa. Um það má lesa fræga málsgrein í skáldskaparfræði hans Um skáldskaparlistina 1451 b5-11: Af þeim sökum er skáldskapurinn heim- spekilegri (vísindalegri) og æöri en öll sagnfræði, en skáldskapurinn tjáirfrem- ur hið almenna, sagnfræði hið einstaka. Hið almenna er það sem ákveðin mann- tegund er líkleg til eða hlýtur að segja eða gera, en það vill skáldskaparlistin tjá, þótt persónunum séu valin sérstök nöfn. Hið einstaka er það, sem til dæmis Alkíbíades gerði eða varð fyrir.4 Með hugmyndinni um skáldlegan sannleika, sem væri meira að segja æðri en venjuleg söguleg sannindi, mætti líta svo á að Aristóteles sé hér að gera enn eina uppreisnina gegn kennara sínum Platóni sem var á móti skáldskap eins og menn vita af því að hann trúði því eins og Halldór Lax- ness að skáldskapur væri lygimál, blekking. Það virðist liggja í orðurn Aristó- telesar eins og þau eru oftast þýdd að skáldskapur flytji okkur almenn sann- indi um mannfólkið, nánar tiltekið um manntegundir: svona er hetja, svona er kokkáll, svona er skass. Og af þessum tegundarlýsingum megi læra miklu meira af sannindum um manneskjurnar en til dæmis af ráð- vandlega skrifaðri ævisögu einhvers einstaklings sem þarf ekki að vera neinum manni líkur. Nú virðist mér sá galli vera á orðum Aristótelesar ef við skiljum hann svona að það sem hann segir er augljóslega rangt. Það er að vísu til sú tegund bókmennta sem gengur út á 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.