Teningur - 01.10.1991, Page 27

Teningur - 01.10.1991, Page 27
O G SANNLEIKUR SKÁLDSKAPUR að lýsa manngerðum: Þeófrastos nem- andi Aristótelesar hratt af stað sjálf- stæðri hefð í evrópskum bókmennt- unr mcð bók sinni Manngerðir, og í bókmenntagreinum eins og ítalska al- |iýðuleikhúsinu gengur allt út á mann- gerðir (eða manntegundir eins og Kristján Arnason þýðir Aristóteles). En þetta heyrir til undantekninga, sem betur fer. Þegar Hómer lýsir skilnaði Hektors og Andrómökku á múrnum er hann ekki að lýsa mann- gerðum eða manntegundum frekar en þegar hann lýsir skildinum góða. Hann er einmitt að lýsa einstakl- ingum þótt guðirnir megi vita hvort þessir einstaklingar voru nokkurn tíma til eins og hann lýsir þeim. Rómeó og Júlía, Anna Karenína og Vronský, eru ekki dæmigerðir elsk- endur. Sem betur fer eiga þau sér fáar eða engar hliðstæður í sögu mann- kynsins. Hvaða almcnn sannindi eru í Antígónu eða íslandsklukkunni? Og mætti nú lengi telja. Lykilorðin í þessari túlkun á Aristó- telesi eru tvö: hið almenna annars vegar og manntegund hins vegar. Á grísku eru það kaþolou (sbr. kaþólsk- ur, almennur: hin heilaga kaþólska kirkja verður hin heilaga almenna kirkja í íslenzku trúarjátningunni) og poios sem merkir slíkur. Hjá Aris- tótelesi er ekkert orð sem samsvarar ís- lcnzku orðunum manngerð cða tnann- tegund. Nú veitti ég því einhvern tíma athygli að gamni mínu að orðið kaþolou kemur víðar fyrir í skáld- skaparfræði Aristótelesar: í fimmta (1449b8), sjötta (1450bl2) og sautj- ánda kafla (1455bl, 2 og 8). í sautj- ánda kaflanum fer Kristján Árnason þannig að að hann þýðir orðið ekki með almennur eins og á hinum stöð- unum, heldur mcð í megindráttum. Við skulum taka strax eftir því að þetta tvenns konar íslenzka orðalag getur ekki með neinu móti komið hvort í annars stað: megindrættir eru allt annað cn það sem almennt er, hvernig sem á er litið. Aristóteles skrifar: Hvort sem söguefnið er aðfengið eða til- búið af sjálfu skáldinu, ber því fyrst að leggja það niður fyrir sér í megindrátt- um, en bæta síðan inn atvikum og vinna úr efninu. Hvað ég á við með „að leggja niður fyrir sér í megindráttum“ getum við séð með því að taka Ífígeneiu sem dæmi: stúlku nokkurri er fórnað, en hún er brottnumin án vitundar þeirra sem að fórninni standa. Hún er flutt til annars lands, þar sem siður er að færa gyðju aðkomumenn að fórn, og er henni falið þetta embætti. Stuttu síðar ber bróður hennar að. Hér er ekki vikið orði að neinu sem heitið geti almennt: karl rekur í stað- inn söguþráðinn í harmleiknum. Þetta gefur þcirri hugmynd undir fótinn að eitthvað sé bogið við skilning okkar á gríska orðinu kaþolou. Tillaga mín er sú að við minnumst þess að stofninn í því er holos sem er sama orðið og heill hjá okkur og þýðurn það með heilsteyptur eða heildstœður eða bara í heild. Þá ganga báðir staðirnir upp: í sautjánda kafla cr Aristóteles að ráðleggja skáldi að leggja efnið niður fyrir sér í heild. I níunda kaflanum er hann að segja að skáldskapur - eins og til dæmis harmleikur - sé heilsteypt- ari en sögurit vegna þess að þar er sagt hvað einhver maður (ekki mann- gerð) er líklegur cða knúinn til að gera, nefnilega þar eru rakin öll rök til atburðanna. Við skulum líka líta í sjötta kafla: „Hugsun kemur fyrir,“ þýðir Kristján, „þar sem sýnt er fram á hvernig eitthvað sé eða sé ekki, eða þar sem almenn skoðun er látin í ljós.“ Hér vil ég segja „heilsteypt skoðun“, það er að segja skoðun sem vit er í. Þessi skilningur á kaþolou breytir öllu um skilninginn á línunum frægu um skáldskapinn og sagnfræðina. Aristóteles er ekki að láta í ljósi trú á einhver æðri sannindi en hversdagsleg sannindi um til að mynda Alkibíades. Hann er að segja að gott skáldverk sé heilsteyptara en nokkurt sögurit getur verið. Og með þessu er hann ekki endilega að gera lítið úr söguritum: þau eru takmörkuð að því leyti að um sögulega viðburði vitum við yfirleitt afskaplega lítið og næstum aldrei neitt með vissu, og þaðan af síður um hvatirnar til þeirra. Og skáldverkið er heimspckilegra eða vísindalegra en sagnfræðin vegna þess að það er óhjá- kvæmilega rökvíslegra. Aristóteles trúir því sama um harmleiki og Hall- dór Laxness um skáldsögur: I skáldsögu er rökstuðníngur atburð- anna mjög mikilsvert atriði. Á vorurn dögum má segja að sú skylda áhvíli sagnaskáldi framar öðru að sanna með rökum að atburðir þeir sem hann greinir hafi gerst með þeim hætti sem hann vill vera láta. Hitt veit Halldór - og Aristóteles hefur ugglaust vitað það líka - að það sem á við grískan harmleik og skáld- sögu frá 19du og 20stu öld þarf ekki að eiga við um allt sent við köllum bók- menntir. Halldór segir: Það er hérumbil sama hvaða atburður er rökstuddur í Njálu, um sennileik er aldrei hirt eftir raunskilningi vorra tíma, heldur ævinlega valin sú orsök sem best fer í mynd.5 Kannski ber að skilja þetta svo að á endanum hafi Brennunjálssaga verið hugsuð sem kvikmyndahandrit. 25

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.