Teningur - 01.10.1991, Síða 29

Teningur - 01.10.1991, Síða 29
SANNLEIKUR SKÁLDSKAPUR OG Er þetta satt eða ósatt? Sannleikur- inn er sá að það er hvorki satt né ósatt. Það er dálítið til í því. Nóg til þess að það er afskaplega vel þegið, að minnsta kosti á vissum aldri. Það er eins og að sigra heiminn hjá Steini Steinarr: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Þetta má til sanns vegar færa því allt er eins og allt. En síðar kernur: Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það var nefnilega vitlaust gefið.8 Satt eða ósatt? Eins og hjá Larkin er dálítið til í því, og það er vel þegið við vissar kringumstæður. En ég sé ekki bctur um þessi kvæði þcirra Larkins og Steins að þau séu góð kvæði einmitt að því marki sem þau eru ósönn en alls ekki í neinu hlutfalli við það hvað þau eru sönn. En ég skal ekki gleyma því að það eru líka til kvæði sem eru sönn og jafnvel falleg af því að þau eru sönn: „Blessuð sólin elskar allt“ er svoleiðis kvæði hér norður frá þótt til séu þeir staðir á jörðinni þar sent „Bölvuð sól- in brennir allt“ ætti betur við. Jón Þor- steinsson á Arnarvatni yrkir: Gleði vor er hin rauða rós, sem rjóðar veikan og bleikan; það er hún sem leiðir í Ijós lífið og ódauðleikann. Og hvort sem ég leggst með logandi vín í laut, eða á hinzta beðinn, svæfillinn minn og sængin mín sértu mér, blessuð gleðin.9 Þetta er auðvitað bæði fallegt og satt, og meðal annars fallegt af því að það er satt. Svo það vottar vissulega fyrir sann- leika í skáldskap, jafnvel í ljóðrænum kvæðum og má þá nærri geta um raun- sæjar skáldsögur. En sá sannleikur er ekki skáldlegur sannleikur heldur eins venjulegur sannleikur og verið getur. IV Niðurlag Það er önnur hlið á þeirri kenningu að skáldskapur láti í ljósi æðri sann- indi en sú sem veit að sannleikanum og ég hef einbeitt mér að um sinn. Hún er sú að skáldskapur liafi eðli yfirleitt, hvort sem það er talið vera að leita sannleikans, opinbera fegurð- ina, bæta siðina, rækta tunguna eða guð veit hvað. Mig langar til að geta þess að lokum að ég er jafnmikið á móti eðlistrú um skáldskap eða list yfirleitt og ég er á móti því að sann- leikurinn sé margfaldur. Það er ekk- ert heimspekilegt svar til við spurn- ingunum „Hvað er skáldskapur?“ eða „Hvað er list?“ Ef einhver vill endi- lega vita þetta þá á að fara með fáein kvæði fyrir hann og sýna honum nokkrar myndir, og syngja svo og spila þcgar það er búið. 1. Vilmundur Jónsson: „Valtýr á grænni treyju“ í Með hug og orði I, Iðunn, Reykjavík 1985, 247. 2. Archibald Mac Leish: „Skáldið og blaða- maðurinn“, Félagsbréf 17, Almenna bóka- félagið, maí 1960, 39-52. 3. P.B. Medawar: „Science and Literature“ í The Hope of Progress, Methuen, London 1972, 18-37. Svar Johns Hollo- ways og svar Medawars við því standa á bls. 39-56 í sömu bók. 4. Aristóteles: Um skáldskaparlistina, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976, 59. 5. Halldór Kiljan Laxness: „Minnisgreinar um fornsögur" í Sjálfsögðum hlutum, Helgafcll, Reykjavík 1962, 51. 6. Halldór Laxness: „Fylliraftar og lúsa- blesar" í Vettvángi dagsins, Helgafell, Reykjavík 1962, 290. 7. Philip Larkin: „This Be the Verse“ í High Windows, Faber and Faber, London 1974, 30. 8. Steinn Steinarr: „Að sigra heiminn" í Kvœðasafni og greinum, Helgafell, Reykjavík, 1964 133. 9. Jón Þorsteinsson: „Gleðin" í Ljóðum, ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1960, 84. 27

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.