Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 41
KRISTINN G. HARÐARSON
blöðum og oft eru myndirnar lengi að
þvælast hjá mér áður en ég nota þær í
verk. Þær síast inn í mig á löngum
tíma og ég fer að þekkja þær ein-
hvern veginn. Svo nota ég hluti,
gamalt dót sem ég á, það tcngist mér,
ég hef einhverja nálægð við það. Svo
kemur líka fyrir að ég sting einhverj-
uni hlutum af götunni í vasann. En
það er þá eitthvað sem ég verð ást-
fanginn af. Ég gcng ekki um bæinn og
safna í poka, en því sem berst í hend-
ur mínar hendi ég helst ekki. Ég þvæ
alltaf upp mæjonesdollur, sultukrukk-
ur og allt svoleiðis.
HÞF: En er þessi umgengni við hluti
ekki skyld frásögn?
KGH: Jú, þetta er frásögn, kannski
einhvers konar abstrakt frásögn.
HUGARHEIMUR BERNSKUNNAR
EP: En bernskan er hún mjög sterk í
þér? I þinni listsköpun?
KGH: Já. Ég hef fussað og sveiað yfir
allri nostalgíu, en ég held að hún sé
sterkari í mér en ég hef viljað viður-
kenna. Það sem mér hefur fundist
leiðinlegt við þessa fortíðarhyggju,
sérstaklega hjá mörgum íslenskum
rithöfundum, er áhuginn á tíðarand-
anum, tískunni á þeim ákveðna tíma
sem verið er að leita til, lýsingar á fata-
tískunni og hljómsveitunum. Það er
að vísu engin ástæða til að forðast
þessa hluti en hallærislegt þegar farið
er að gera út á þá. En ég man þegar
ég var krakki og raðaði upp einhverju
dóti, þá hætti maður gjörsamlega að
sjá hlutina í sínu venjulega Ijósi
hcldur fór inní einhvern annan heim.
Maður var kannski að föndra við að
leggja veg í moldarflagi. I huganum
breyttist hann í alvöruveg, drullu-
pollurinn í stórt vatn eða hafið,
spýtan í bryggju, torfbleðill í fjall.
EP: Þú hefur kannski aldrei hætt að
leika þér?
KGH: Nei, það er þessi hugarheimur
sem ég vinn úr sem ég held að sé
mjög svipaður hugarheimi bernsk-
unnar.
STA ÐA RÁ KVÖRÐ UN
EP: Hvar seturðu sjálfan þig í því
sem cr að gcrast í listinni í dag?
KGH: Ég hugsa að ég hafi nú smakk-
að á öllu þessu gumsi sem hefur flætt
yfir. Það má nú greinilcga sjá áhrif frá
mjög mörgu og ég er ckkcrt feiminn
við það, ég tek allt sem ég hef áhuga
á að taka, en ég vona að ég noti það
persónulega. Nýja málverkið, það
var mikil uppspretta fyrir mig, en ég
held að ég hafi unnið málverkin og
teikningarnar svolítið í bland við
konscptual hugarfar. Það má segja að
ég hafi lent á milli tveggja heima.
EP: Finnst þér þú vera að fjarlægjast
aðra listamenn?
KGH: Hvort ég sé að verða einhver
Sýning í Króknwn (FACO) 1988. Á vegg: viður, gler, kúlupennar, teygjur. A gólfi: gifs, viður
og smárusl í glerkrukkum.
39