Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 49

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 49
UNDIR HAMRINUM ekknasjóðs í sinni sveit - hann er menningarviti. Bannhelgi, þagnar- hjúpur - af hverju þegir Borgfirsk blanda? Kannski framkoma hrepp- stjórans falli ekki að sjálfsmynd hins siðmenntaða Borgfirðings. Sagan heldur að okkur spegli sem flestir hrökkva undan. Við lesum stórfeng- legan tilgang úr viðburðum sem í raun og veru eru sprottnir af lítilfjör- legum hvötum eða eiga sér stað að ástæðulausu; tilgangslaus illfýsi er varla hugsanleg - fólska hlýtur að eiga sér vitræna orsök. Við lögum söguna að þessari sjálfsblekkingu - það sem gengur í bága við hana er útilokað. Við ímyndum okkur að ger- ræði fyrri tíma hafi verið slys eða frávik, að manneskjan sé góðviljuð í eðli sínu. En hann er þarna samt - þessi óþægilegi grunur: að athafnir liinna dauðu séu á einhvern hátt okkar athafnir, að fólskubrögð þeirra séu runnin okkur í merg og bein - að draugur hreppstjórans sé enn á sveimi og limaskorni ómaginn skammt undan; að þeir séu alls staðar. Matthías Viðar Sœmundsson MULDURRISTA í MERKINGARDAUÐANN Umhverfis skáldskap Sigfúsar Bjartmarssonar hann blandar af lcttúð skynjunum háði og hugsunum brotum ólíkra áhrifa blandar og líður eins og þeim sem veit af ómetanlegum kjarna sem hann einn hefur fundið og á bara eftir að höndla tií að fela hann aftur í ennþá svo óljósu cinka formleysi Svo segir í ljóðinu fyllt upp í auðn í annarri Ijóðabók Sigfúsar Bjartmars- sonar Hlýju skugganna. Hvort skáld- ið er hér að lýsa eigin meðhöndlun tungumáls, skynhrifa og upplifana veit ég ckki, en þessar línur urðu mér nokkurs konar stökkpallur inn í þann heim sem byggður er í verkum Sigfús- ar frá Hlýju skugganna gegnum Án fjaðra og blómgast í sagnasafninu Mýrarenglarnir falla. Sá heimur er í senn mjög persónu- legur, alþjóðlegur, rammíslenskur og reistur á sammannlegri sögu aldanna. bctta er heimur hnignunar og hægfara dauða þeirra verðmæta sem uppruna- legust eru í samfélagi manna hvar sem er. í Hlýju skugganna er þessi heimur ennþá séður og upplifaður utan frá. Það er leitað langt yfir skammt og horft til frumbyggja framandi landa, indíána og skæruliða, uppgjafa vænd- iskvenna og tómlátra tollvarða. Upp- lifunin er útlendingsins, einnig þegar fjallað er um jafn hversdagslega hluti og fyrstu nótt elskendanna eða undra- land klósettspeglanna: þú labbar bara áfram móti þurrhásri golunni nýtur tíðindaleysis vfgstöðvanna fjarveru fórnarlambanna labbar án hryggðar án eftirsjár án tilgangs * * * og ég geng fram og út eftir syllunni hcld gyðju minni á lofti uppi í gómbleiku skininu Án fjaðra er fjórum árum yngri en Hlýja skugganna og þótt auðveldlega megi rekja þann þráð sem á milli þeirra liggur er hér á ferð mun agaðri og þroskaðri skáldskapur bæði form- rænt og vitrænt svo ekki sé nú minnst á tilfinningalegan þroska. Hér er undir veraldarsagan öll og skáld- skapur kynslóðanna, kaldhæðnin hef- ur þokað fyrir hrolli blöndnum trega og samúðin með striti mannsins í hversdegi jafnt sem skáldskap stór- lega aukist. Hér eru leidd rök að þeirri óhjákvæmilegu endurtekningu sem ýjað er að í Hlýju skugganna. Frá Neandcrthalis til nútímamanns- ins liggur slóð svika og eftirsóknar eftir vindi. Nýjungagirnin verður mönnum að falli og glysið og glim- nrerinn hylja ekki holrúmið undir. Jafnvel skáldskapurinn mcgnar ekki að vísa mönnum leið, hans er að leita lciðanna til einskis því: - í skáldskap reynast íþökurnar ævinlega sokknar Ódysseifur aldanna á eilífri heim- leið án þess að ná takmarkinu. Ekki á neina Penelópu að treysta. Hún löngu gengin ríkasta biðlinum á hönd í endalausri „leit að haldbetri sorta". 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.