Teningur - 01.10.1991, Side 66

Teningur - 01.10.1991, Side 66
FRÁ RITSTJÓRN Teningur, 10. hefti, kemur út nokkru síðar en til stóð, því að ætlunin var að þetta hefti kæmi út haustið 1990. Frá og með 7. hefti var tímaritið gefið út í samvinnu við Almenna bókafélagið en með þessu 10. hefti lýkur því sam- starfi. Hugmyndin með samstarfinu var að efla útgáfu tímaritsins, renna undir það styrkari stoðum og jafna útgáfutíðni. Staðreyndirnar eru hins vegar þær að forlaginu hefur um tíma gengið örðuglega að standa við skuld- bindingar í sambandi við útgáfu ritsins. Hefur því orðið að ráði að hverfa aftur til fyrri hátta við útgáf- una og koma þannig út þessu hefti sem var fullbúið til prentunar snemma sumars. I kjölfar þessara breytinga verður eðli málsins sam- kvæmt að endurmeta forsendurnar fyrir útgáfunni. Þeim áskrifendum sem hafa haldið tryggð við tímaritið er þakkaður stuðningurinn og vonast til þess að hann verði samur sem áður að þessu sinni. G.H. 64

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.