Birtingur - 01.01.1957, Page 32
Sem betur fer. En hvar erum við þá
stödd ?
Vegna þessarar hreyfingar og frama hennar
hafa menn ekki látið sér annt um hina
gömlu tachist-abstraktsjón, af ýmsum
ástæðum. En það sem mestu máli skiptir,
að minnsta kosti frá því sjónarmiði er
áhugi okkar beinist að, liggur ekki í því,
heldur krafti og áhrifum þessara skoðana.
Efalaust hefði gildi hennar og framtíðaráhrif
getað fyrr orðið Ijós, ef þýðingu hennar
sjálfrar, djúpstæðrar en ekki áberandi, hefði
ekki verið spillt með blaðri þeirra, sem
taka mest mark á yfirborðinu. En í viðbót
við þetta blaður bættu listamenn og
gagnrýnendur, er af alvöru fylgdu hinni
nýju stefnu, bjánalegum röksemdum, sem
auðvelt var að snúa gegn þeim sjálfum. Allt
þetta umstang og fyrirlitningargrettur
þeirra, sem að var stefnt, varð til þess að
skapa andrúmsloft ruglings, háðs og
skapstyggðar, er engum varð að gagni. 1
raun og veru uppgötvaði tachisminn, alveg
eins og geometrisminn, fljótlega takmörk
sín og athafnaþrengsli og ennþá fyrr, að
hann væri fremur afurhald en nýsköpun.
Þannig förlaðist honum fljótlega kraftur.
En dálítill ávinningur varð þó
Þessi tachismi er frá mínu sjónarmiði
þýðingarminni, með nokkrum undantekning-
um, vegna framleiðslu sinnar heldur en
þess, að hann hefur minnt á nokkur
grundvallarsannindi. Hann hefur sýnt að
ekki er hægt að ganga á snið við
einhverskonar starfsaðferðir, án þess að
ganga jafnframt á snið við tilfinningar, að
misnotuð tækni eyðileggur alltaf þann
þátt tilfinningalífsins, sem t. d.
staffeli-málverk eru óhugsandi án, að
rökvisi má ekki verða að kulda og að hið
ósjálfráða er manninum meðfætt. Mjög hefur
það hent hann að eyða tilfinningunum
með því að setja þeim engin takmörk og
skemmtilegum lífsneista þess ósjálfráða
með einhliða notkun hans. I stað
goðsögunnar um flötinn hefur komið
goðsögnin um blettinn (tache). Sannleikurinn
um listina og framtíð abstraktlistar liggur
ekki í þessum öfgum. Fyrir nokkru
er tekið að bóla á tilraunum í þá átt,
að notfæra tvenns konar arfleifð, tvöfalda
reynslu, að auðgast af raunverulegu
framlagi, ekki til þess að sameina það,
sem aldrei getur sameinazt, heldur sameina
þau verðmæti, sem auka gildi hvers
annars og ná þannig eins langt og auðið
er þeirri djörfustu og hreinustu tjáningu
manns og listar: hófsemi.
Hér hefur verið rætt um málverk og
höggmyndir í smáu formi til augnayndis.
Það er auðsætt að stórverk skapa önnur
sjónarmið. Og enn verður að andmæla hér
öllu tali um ósamræmi, það sýnir annað
tveggja, þekkingarskort eða vantrú. Dæmin
eru mörg um merka listamenn, er bæði
hafa skapað persónuleg verk og starfað með
að hinni nýju byggingarlist, þar sem þess
er aldrei nægilega gætt, að hvaða marki
hún þarfnast aðstoðar málara eða
myndhöggvara. Vissulega eru kröfurnar
margvíslegar, tækni og aðferðir.
Geometrisminn verður hér efalaust hentari
í plastisku tilliti. En f jarstæða er að
halda því fram, að „listin við götuna“ útrými
hinni. Um það þarf ekki fleiri orð, að hér
er ekki um eitt og hið sama að ræða.
Litaval og skreyting veggja í húsi getur
aldrei komið í stað staffeli-myndar, þessu
sýnilega ljóði, og ekki verður séð hvers
vegna stórverkið hætti að vera hst, en
22