Birtingur - 01.01.1957, Page 44

Birtingur - 01.01.1957, Page 44
Þankar um leiklist. Magnús Pálsson: Ég var um daginn að blaða í gömlum árgöngum að einu þekktasta leiklistartímariti, sem gefið er út í Englandi, og sú spurning vaknaði hjá mér, hvers konar fóður það eiginlega væri, sem brezkir leikhúsgestir væru fæddir á. Ég gerði að gamni mínu lítið yfirlit yfir þau leilmt og létta söngleiki, sem sýnd höfðu verið í West End leikhúsunum í London á einu ári. 50% reyndust hafa verið óperettur, stofukómedíur og æsileikir (thrillers). 28% voru nútímaleikrit alvarlegs efnis af hinni venjulegu gerð. Shakespeare átti þar 20%, Chekov 1 leikrit, Zuckmayer eitt, Christopher Fry og T. S. Eliot sömuleiðis eitt hvor. Mér þótti niðurstöður þessar athyglisverðar og vil nú íhuga þær nánar. Það fyrsta sem vakti athygli mína var, að allt þetta leikár hafði ekki verið sýnt eitt einasta leikrit, sem byði nokkrar nýjungar í leikritun eða gæti talizt nýtízkulegt að marki. Yfirgnæfandi meirihluti var eftir nútímahöfunda, en það er eins og þessum mönnum detti aldrei nokkur skapaður hlutur í hug og hafi því þótt vissast að feta í fótspor feðra sinna, hugsa eins og þeir og skrifa nákvæmlega eins og þeir. Umfram allt reyna aldrei neitt nýtt. Helmingur leikritanna var hreinir skemmtileikir, glæpareyfarar, léttir söngleikir og þó fyrst og fremst fjöldinn allur af stofukómedíum. Við þekkjum þá tegund bókmennta frá leikhúsum og kvikmyndum. Þær eru laglegar og áferðarfallegar, oft sprenghlægilegar og fara snyrtilega á sviði undir góðri stjórn. En þær eru upp til hópa gjörsamlega innihalds- og stíllausar, og við höfum séð þær í hundraða tali, þær storma leikhúsin í legiónum og gefa engin grið. Við gætum séð hverja þeirra þrisvar sinnum án þess að taka eftir, að við hefðum séð hana áður. Moliére og Goldoni skrifuðu gleðileiki, sem státuðu bæði sérstæðum rit- og leikstíl, en höfðu auk þess svo gustmikið ádeilugildi, að þeir gátu sett heilar þjóðir á annan endann. 28% voru leikrit alvarlegs efnis. Flest þeirra geta að vísu talizt góð leikrit, tæknilega gallalítil og oft athyglisverðar sálfræðilegar stúdíur, en sálfræðileg íhygli er í miklu dálæti meðal leikskálda í dag. Að öðru leyti eru þau skrifuð eins og leikrit hafa verið skrifuð í hálfa öld og bera þess merki, að höfundarnir hafa af natni kynnt sér tækni skáldsnillinga aldanna, allt fram til Ibsens, en numið þar staðar. Það er líka býsna erfitt að trúa því, en mun þó ekki f jarri lagi, að um 20% allra leikrita, sem sýnd eru í hinum betri leikhúsum í London, séu eftir Shakespeare. Það er ekki að undra, þótt ekki þrífist frumleg leikritun við slíka ofdýrkun eins höfundar, þótt góður sé. Því fer f jarri, að ég ætli mér að rakka niður brezk leikhús, heldur tók ég þau aðeins sem dæmi til að reyna að komast að niðurstöðu um, hvar leikmenntin 1 heiminum er á vegi stödd. Bretar eru ef til vill mesta leikhúsþjóð veraldar. Þeir eru að vísu flestmn þjóðum íhaldssamari og þá ekki síður í listrænum efnum en öðrum, en þó er 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.