Birtingur - 01.01.1957, Side 95

Birtingur - 01.01.1957, Side 95
þegar hún hefur lifað ákveðinn tíma, hvers vegna þetta orkukerfi hættir allt í einu að starfa, er ennþá leyndardómur. Lífsorkan virðist algjörlega háð frumu- og líffærastarfsemi hvers einstaks líkama, og hugmynd dr. Helga um, að hún geti yfirgefið þennan líkama og flutzt í annan gerir ráð fyrir, að hún eigi sér sjálfstæða tilvist, en ekkert, sem er vísindalega vitað um lífið (og er þá átt við þekkingu á lífsstarfsemi einstakra lífvera) heimilar að draga þá ályktun. En snúum okkur nú að svefni og draumum- Mörgum hefur fundizt draumvitundin merkilegt rannsóknarefni og er dr. Helgi í þeirra hópi. I draumvitundinni finnur hann hvorki meira né minna en lykillinn að hinu mikla sambandi, lífsambandinu milli hnattanna. — Það sem gerist í draumi er þetta: Annars vitund tekur sér bústað, íleiðist (inducerast) í heila okkar og sjáum við það sem hann sér — draumgjafinn. Sofandi öðlumst við vitund annars og lifum hans lífi. Að þetta er mögulegt og raunar augljóst, segir dr. Helgi, skiljum við, þegar við íhugum að lífið er „hleðsla“ eða ,,magnan“, sem streymir inn í lífveruna að utan. Er hér um að ræða hið margumtalaða og mikilvæga lífsstarfsíleiðingarlögmál. Oftast er sambandið við verur á öðrum jarðstjörnum, þó kemur fyrir, að draumgjafinn er maður á þessum hnetti, en það er sjaldgæfara. Dr. Helgi gerir grein fyrir þessari uppgötvun í ritgerð, sem hann kallar „Önnur uppgötvanasaga“ og er að finna í þriðja hefti Nýals. Það er rétt athugað hjá dr. Helga, að draumvitundin er líkari vökuvitund en ímyndun ( nema ef til vill hjá þeim, sem hafa mjög lifandi ímyndunarafl og sjónminni). En að um sé að ræða annars vitund og ekki manns eigin, tel ég óheimilt að álykta af því, að oft dreymir mann undarlega drauma og sér furðulegar sýnir. Er það ekki gild ástæða til að hlaupa með skýringuna yfir á aðra hnetti og gera samstirninga okkar, ef þeir eru til, ábyrga fyrir draumum okkar. Hér er því miður ekki tími til að gera frá heimspekilegu sjónarmiði samanburð á vökuvitund og draumvitund (og á ég með því við samanburð á ontológískri stöðu vöku- og draumfyrirbæra yfirleitt), en aðeins bent á, að frá vísindalegu sjónarmiði er mjög erfitt að rannsaka draumreynsluna, sökum þess, að hún er algerlega einstaklingsbundin og lýsing hennar byggist á minni dreymandans. Hún en þess eðlis, að hún getur ekki verið sameiginlegt hlutlægt rannsóknarefni. Lögmál það, sem dr. Helgi nefnir stillilögmál (the law of determinants), telur hann afar mikilvægt við miðils- og draumarannsóknir. Er það skoðun hans, að draumar okkar ákvarðist mjög af því fólki, sem við umgöngumst og því hugarfari, sem fólk yfirleitt hefur til okkar. Það „stillir“ okkur til sambands við ákveðinn draumgjafa, góðan eða illan, þroskaðan eða vanþroskaðan eftir hugarfari þess í okkar garð. Sömuleiðis á miðilsfundum: Þar er það samstilling fundarmanna, sem að miklu leyti ákveður hverskonar samband næst. Ég tel vafalaust að hér sé um mikilvæg sannindi að ræða, sem sérstaklega á miðilsfundum ætti að vera mögulegt að athuga á empírískan hátt. — Ég gat þess áðan, að dr. Helgi væri siðferðispostuli engu síður en heimspekingur og vísindamaður. Á bak við alla heimsfræði hans liggur ákveðið siðfræðilegt 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.