Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 119

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 119
sem. væri. Til dæmis um myndsköpun höfundar og þann hátt hans að gefa fremur í skyn málavexti en lýsa þeim beinum orðum skulum við taka ljóðið sem fyrst var nefnt: Rauðklædd kona á hvítum jó þeysir yfir gula jörð Eg blómið bláa hneigi mína krónu Gleym-mér-ei- Þetta er ekki mikið ljóð, og kannski er hugmyndin ekki einu sinni frumleg; en mér finnst myndin í upphafi einkennileg og sterk, mér finnst bygging ljóðsins lýtalaus, mér finnst skáldið segja hæfilega mikið, — manni getur jafnvel komið í hug, að blómið hneigi sína krónu af því jórinn tróð það; en það á vitaskuld að vera óútkljáð mál til endadægurs: höfundurinn veit það ekki fremur en lesandinn. Ljóðið er kunnáttusamlega gert; það speglar skáldlega nærfærni og listræna hófsemd, sem hinum unga pilti sýnast runnar í merg og bein. Ég hagræði einni ljóðlínu í bókinni og segi: harpa hans er búin til söngs. Það er ennfremur mikið gleðiefni að þessu efnilega skáldi er gefin mannúðleg hugsjón. Nokkur ljóð í seinnihluta bókarinnar eru henni trú vitni; og það er vart tilviljun í efnisskipan að fyrsta ljóð hennar er spurning um mannkynið — má vera að skáldinu þyki ekki minnst vert um þennan þátt í fari sínu: samúðina með hinum þjáðu, áhyggjuna um afdrif mannsins. Og þá er að óska til hamingju með það. Enginn ætli að Aungull í tímann sé gallalaus smíð — f jarri fer því: það eru mörg lýti. Sjálft nafnið er t. d. þesskonar módernismi sem missir marks: það vantar alla stoð í skiljanlegu samhengi. Sömuleiðis er það býsna hæpin ritning að láta Krist segjast hafa séð dætur Jerúsalemar „opna titrandi skálar sínar / fyrir annarlegu frjói“ •— orðin sverja sig fremur í ætt við ritstjórn Birtings en Jesúm, þótt margt sé raunar líkt með skyldum. (Við skulum líka vara okkur á latínunni, Jóhann: Jesúm getur aldrei verið nefnifall, kæri vin). 1 ljóði, sem nefnist Hve oft, segir skáldið frá því að „eining okkar allra“ hafi hvað eftir annað flogið úr vitund sinni; og er hvorttveggja jafnfráleitt: hugsun og málfar. Og ekki er það lýrískur einfaldleiki, heldur retórísk forskrúfun, þegar segir að sólin „hneig á vit blárra fjalla“; hvorki sólin né nokkuð annað hnígur á vit eins né neins. Eitt ljóðið nefnist Barnið og dagarnir. Fyrirsögnin er tilraun til að tengja saman tvo óskylda ljóðparta, og mistekst hún að sjálfsögðu. Þannig mætti telja miklu lengur, en þó skal staðar numið. 1 ljóðum hins unga manns koma gallarnir ekki á óvart, heldur kostirnir. Harpan er sem sagt búin til söngs. Nú er að leika. Bjarni Benediktsson. I grein Sigfúsar Daðasonar, Fyrirspurn svarað, eru þessar prentvillur. Bls. 32, fremri dálkur, 9 lína að neðan: kallaði, les kalli. Bls. 32, aftari dálkur, 6. lína að ofan: þjóðarfrelsisins, les þjóðar frelsisins. Bls. 32, aftari dálkur, 2. lína að neðan: meiri hörmungar, les enn meiri hörmungar. Bls. 33, fremri dálkur, 3 lína að neðan: grandalausir, les: grunlausir. Bls. 33, aftari dálkur, 3. lína að ofan: alla, les: alla aðila. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.