Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 12

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 12
höfuðpaurarnir voru stældir allnákvæm- lega. Vilar vildi ekki fara þá leið að binda þetta leikrit of mjög við liðna sögu; held- ur lét hann sér nægja að minna á þá sögu og ætlaði áhorfendunum að hugsa lengra og muna eftir sínum eigin tíma og því að hættan á nasisma eða fasisma er var- anleg, vofir alltaf yfir. Sjálfur lék hann Hitler, skírskotaði til hryllings okkar vegna glæpa nasistanna. Hann lætur okkur ekki sleppa með það að leikritið segi sögu frá í gær eða fyrra- gær, sé um liðna tíð að ræða sem betur fer. Arturo Ui hét hinn skelfilegi fantur leikritsins, Hitler hét foringinn í Þýzka- landi sem okkur brestur ill orð til að lýsa, hvað heitir hann í dag? hver á morgun? Það er eilíft fyrirbæri, illur andi í djúpum mannsálarinnar sem getur magnazt og orðið óviðráðanlegur við sér- stakar aðstæður ef við erum ekki alltaf á varðbergi og kveðum hann niður áður en það er of seint — ef við höldum áfram að hugsa of lengi á stund hætt- unnar þar til alt er um seinan og djöf- ullinn ríkir. Ekkert leikrit veit ég sem á betur við í París í dag, þessari borg sem við héldum lengi óvinnandi vígi hins frjálsa anda, griðland. Leikhúsið í Chaillot-höllinni: þessi stærsti leiksalur álfunnar er fullur kvöld eftir kvöld meðan plastsprengjur fasistanna springa út um borgina og leigumorðingjarnir vinna fyrir kaupinu, enginn veit hvar í nótt. 1 leikritinu segir frá hvernig glæpamenn- inrir hafa eitrað og sýkt allt með níð- ingsverkum sínum, sundrað hugsanlegri andstöðu, sáð hvarvetna ótta og öryggis- leysi. Þeir nýta sundurlyndi og seinlæti andstæðinganna, kúga og mýla dagblöðin og láta ryðja þeim úr vegi sem dirfast að andmæla. Smám saman í fyrstu, síðan hraðar hraðar. Og allt í einu standa menn andspænis valdi þeirra sem veruleika. Og að lokum kemur kona út úr myrkrinu með blóði drifinn handlegg og hrópar: Er enginn, er enginn maður til sem þorir að reyna að stöðva þessa plágu? En meðan á leiknum stóð fóru rafbylgjur um salinn og áhorfendur sýndu með við- brögðum að þetta átti við í dag, það var fjallað um þeirra eigið líf, þeirra heim og hættuna sem vofir yfir núna, og fram- tíð okkar. Þeir sem klöppuðu fyrir leikn- um voru ekki bara að þakka fyrir sýn- inguna heldur að mótmæla þeim öflum sem ógna lífinu og frelsinu, lýsa and- styggð á fasismanum. Og þetta leikrit sem hæðir hina úrræða- lausu sundurlyndu valdastreitumenn stjórnmálaflokkanna sem glutra fjöregg- inu undir hæl glæpamannsins, það er sýnt í þessu stóra leikhúsi á kostnað rík- isstjórnar sem það gagnrýnir þó líka svo napurt fyrir dugleysi gegn fasistahætt- unni og allir áhorfendur skilja það; en rödd þess er svo sterk að stjórnarvöldin þora ekki að stöðva hana. Vilar hefur tekizt að skapa undrið: leik- hús sem er lifandi og voldug rödd sam- vizkunnar. Og þessi sýning sannaði mér betur en fyrr að Brecht á erindi til okkar allra. Hvað um fasistana? Einu sinni hétu þeir nasistar. Nú nefnast þeir O.A-S. sem al- þýða manna segir að þýði Organisation 10 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.