Birtingur - 01.12.1961, Síða 17

Birtingur - 01.12.1961, Síða 17
stafrófi. Ættingjarnir hafa því launað honum lambið gráa með því að leyfa af- skræmingu Pygmalions og drekkja henni í dægurlagasöng og dansglennum, þess- ari stúlku sem hann hafði haft svo mikið fyrir að gera sívílíseraða. Nú hefur henni verið hrundið niður á plan síns uppruna að nýju og allt fyrirtækið útsett í kokkní. Og nú stendur Guðlaugur Rósinkranz og brasar þetta í kokkhúsinu. Koste hvad det vil. Það er ekki verið að horfa í millj- ónina. Hér er svo stór ídealismi á ferð- inni að stóru viðhorfin gilda gagnvart milljóninni en þau smáu gagnvart eyrin- um. Eyririnn er sparaður jafnvel þótt það kosti stórfé en hinsvegar teflt á mestu tvísýnu með því að moka út hin- um stóru summum í fyrirtæki sem er ætlað allt öðrum aðstæðum en hér gilda. Til hvers My fair lady í Reykjavík? Nú er verið að kvikmynda þetta, væri ekki miklu ódýrara að láta Guðlaug Rósin- kranz hafa mánaðarkort í kvikmynda- hús? Þá er óleystur aðeins einn vandi. Með hvaða móti verður Ingrid Bergman lokk- uð hingað, hvernig væri hægt að fá hana til að sitja eina kvöldstund við hliðina á Guðlaugi Rósinkranz og útvega fjölmenni til að taka eftir því? Hvernig sem ég leita sé ég ekki nema tvær ástæður fyrir My fair lady í Reykjavík. Primo: Rósin- kranz þykir svoleiðis alveg agalega gam- an að henni. Secundo: fyrirheitið að fá að sitja hjá Ingrid Bergman. Gæti hugsazt að það væru fleiri ástæð- ur? Hverjar þá? Er þetta svona tíma- bært? Er það svo tímabært að taka sjö ára gamla óperettu sem er rétt bráðum hægt að sjá á bíó með skemmtikröftum sem eru valdir af heimsmarkaðnum? Ef meiningin er að koma okkar fólki á heimsmarkaðinn í þessu sambandi, þá er þetta því miður of seint: það er búið að velja í hlutverkin. Menningargildi? Er kannski liægt að græða á þessu til að sýna síðar verk sem hefur menningar- gildi? Hvað réttlætir það að hætta stórfé til þess að sýna þetta? Og jafnvel þó væri von um gróða, skyldi það vera sam- boðið þjóðleikhúsi? Hver var að tala um musteri? Hver var að tala um lifandi rödd? Post Scriptum í próförk: Má ég þakka skólapiltum úr Menntaskólanum fyrir Upprisuhátíð Skugga-Sveins. Þetta voru dýrlegir páskar eftir sýningu Þjóðleik- hússins á Skugga-Sveini. Sinfónían Mikið er ánægjulegt að sjá þann fjölda sem er farinn að sækja sinfóníutónleik- ana upp á síðustuna. Nú er mikil festa í rekstri hljómsveitarinnar. Hún nýtur forustu Árna Kristjánssonar píanóleik- ara. Og framkvæmdastjórinn Fritz Weish- appel lætur ekki standa upp á sig og ann- ast daglegan rekstur af nákvæmni og kostgæfni sem er lífsspursmál slíku fyr- irtæki. Háskólaslotið er snotur bygging en ég er smeykur um að það sé eitthvað orðum aukið sem einhverntíma var talað um ágæti hljómburðarins. Fer ekki þessi plasthiminn að koma? Hann kvað vera kominn til landsins. Hvar er hann? Er hann kannski í tolli? Getur Háskólinn Birtingur 15

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.