Birtingur - 01.12.1961, Side 19

Birtingur - 01.12.1961, Side 19
Magnús Á. Árnason Síðastliðið sumar vorum við á ferð suður eftir Frakklandi í bíl með tveimur brezk- um kunningjum okkar. Sá sem bílinn átti og stýrði honum hafði látið skírast til kaþólskrar trúar og var kennari við ka- þólskan skóla í Englandi. Hann hafði sér- stakan áhuga á að skoða gamlar kirkjur, klaustur og kapellur. Við sáum því langt- um meira af því tagi en við ella hefðum gert. Þegar við komum til bæjar þess, er Brou heitir, var ég orðinn svo leiður á öllum þessum blessuðu kirkjum, að við lá að ég neitaði að fara inn í kirkju þessa staðar, en lét þó tilleiðast. Þegar viss hópur var kominn inn í kirkjuna, var dyrunum læst á eftir okkur og allir urðu að skoða það, sem við vorum búin að sjá tuttugu sinn- um annars staðar. Að lokum var okkur hleypt út um aðrar dyr, en þar tók þá við eins konar klaust- urgarður, ferhyrnd bygging með súlum og bogum, sem vissu að opnu svæði í miðjunni. En veggir þessarar byggingar voru allir þaktir af hinum furðulegustu listaverkum. Hér voru þá komnar eftirmyndir af hin- um frægu klettamálverkum í eyðimörk- inni Sahara. Við höfðum fyrir nokkrum árum séð nokkrar slíkar myndir á sýningu í París, en hér var miklu fullkomnara safn af þeim og einstaklega skemmtilega fyrir komið. Inn á milli listaverkanna voru svo stórar ljósmyndir frá þeim stöðum í Sahara, þar sem klettamálverkin höfðu fundizt, mynd- ir af hinu furðulegasta landslagi, með ótrúlegum klettamyndunum, djúpum gilj- Kletta- málverk í Sahara Birtingur 17

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.