Birtingur - 01.12.1961, Page 20

Birtingur - 01.12.1961, Page 20
um, uppblæstri, grjóti og sandi hvert sem litið var; þar voru einnig myndir af lista- mönnunum og vísindamönnunum, sem gert höfðu eftirmyndirnar við mjög erf- iðar aðstæður eins og síðar verður lýst. Ég tók eftir því, að níu af hverjum tíu sýningargesta fóru beint að ljósmyndun- um, en litu varla á listaverkin. Segja mætti að ný viðhorf hafi skapazt í listasögunni og um leið í menningarsögu heimsins, þegar hellamálverkin á Norður- Spáni og Suðvestur-Frakklandi fundust. Menning Egyptalands og Mesópótamíu var fyrir löngu kunn og listir þeirra í byggingum, málverkum og höggmyndum taldar upphaf allra lista á jörðinni. Menn voru því tregir til að trúa sannleiksgildi þess, að hér væri um forsögulega list að ræða, sem næði allt að því 20 til 30 þús- und ár aftur í tímann, töldu að hér væri fals eitt á ferðinni. Ljóst dæmi þess er Altamira á Spáni. Það var ung dóttir landeigandans, þar sem Altamira liggur, sem fann málverkin. En þegar faðir henn- ra ýsndi merkustu fræðimönnum lands- ins listaverkin, voru honum borin svik á brýn, enda spurðist að listmálari hefði verið í heimsókn hjá honum fyrr á ár- inu. Meira þurfti ekki með. Sá maður hlaut að vera höfundurinn. Stíll þessara frægu málverka var allt of nútímalegur til að fundur mannfræðinga úr öllum heimi, sem haldinn var í Madrid um þessar mundir, gæti viðurkennt sann- leiksgildi þeirra. Þessi fáránlega afstaða endurtók sig jafnan í hvert skipti, sem málaðir hellar fundust. Ég segi fáránlega vegna þess, að hver athugull listfræðingur hefði fljót-

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.