Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 21

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 21
lega átt að geta séð, að hér var langur aðdragandi og þróun í stíl, framsetningu og viðfangsefnum, sem ekki er fyrir hendi nú á dögum. Það er kaþólskur á- bóti, Breuil að nafni, sem á mestan heið- urinn af því, að sannfæra heiminn um sannfræði og gildi þessara listaverka, bæði frá listrænu, menningarlegu og mannfræðilegu sjónarmiði, enda varið mestum hluta ævi sinnar til að kynna sér þau. (Hann er nú nýlátinn.) Og nú er svo komið að heimurinn fylgist af áhuga með hverjum nýjum fundi for- sögulegra listaverka. Þau hafa fundizt á ýmsum stöðum, einkum á Spáni og Frakklandi, t. d. í Les Combrelles, Lacaux 1940 og Rouffignac 1956. Þá eru hin svokölluðu Bushman-listaverk í Suður-Afríku vel þekkt; um aldur þeirra er ekki vitað, en á hinn bóginn er það víst, að frumbyggjar Suður-Afríku hafa til þess að gera til skamms tíma málað myndir á kletta. 1 Saharaeyðimörkinni, einkum suður af héraðinu Óran í Alsír, er mikið af kletta- ristum, en það var ekki fyrr en 1933 að Evrópumenn fundu þar einnig klettamál- verk. 1 Evrópu eru flest forsögumálverkin í hellum, en í Afríku aftur á móti eru þau flest í skútum og yfirslútandi kletta- þiljum. Maður er nefndur Henri Lhote. Hann hef- ur helgað mörg ár af ævi sinni til rann- sókna á eyðimörkinni Sahara frá land- fræðilegu, þjóðfræðilegu og fornleifa- fræðilegu sjónarmiði. Hann var nemandi Breuils ábóta, og það er því ekki að undra þó hann fengi áhuga fyrir klettamálverk- unum í Sahara. Henri Lhote lét heldur ekki á sér standa, þó hann kæmi ekki neinu í verk fyrr en 1956, bæði vegna stríðsins og nauðsyn- legs undirbúnings. En þá kom hann af stað leiðangri og stóð fyrir honum, með liópi af listamönnum til að gera nákvæm- ar eftirlíkingar af málverkunum. Að vísu hafði hann með sér ljósmyndara og kvik- myndatökumann, en aðstaða er mjög erf- ið til myndatöku á þessum stöðum og ljósmyndir verða hvergi nærri eins ná- kvæmar og eftirmyndir þær, sem lista- mennirnir gerðu. Þeir höfðu þann hátt á, að þeir byrjuðu á að mála eftirlíkingu af steinveggnum eða bakgrunninum, þar sem myndirnar voru; síðan tóku þeir gagnsæjan pappír, lögðu hann á vegginn og teiknuðu mynd- ina á liann, fylgdu nákvæmlega hverri línu; síðan yfirfærðu þeir teikninguna á vatnslitapappírinn og tóku síðan til að lita myndina. Þessi fyrri leiðangur stóð í tíu mánuði og í honum voru fjórir listamenn auk leiðangursstjórans og lósmyndarans. Með þeim var einnig ung stúlka, málfræðingur í mállýzkum eyðimerkurbúanna í fjöjlum Sahara. Ilún var eins konar ráðskopa þeirra og einkaritari um leið. Sahara hefur ekki alltaf verið sú eyði- mörk, sem hún nú er, og þaðan af síður að gróðurleysi hennar stafi af því, að hún sé gamall sævarbotn eins og lengi hefur. verið haldið fram. Málverkin og aðrar menjar, sem fundizt hafa sanna, að þar hefur öldum saman verið blómlegt mann- líf og fjölskrúðugt dýralíf, og þar af leið- andi nægileg úi'koma og gróður. Að vísu er talið að loftslag hafi breytzt, langvinn- Birtingur 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.