Birtingur - 01.12.1961, Síða 28

Birtingur - 01.12.1961, Síða 28
Jacques Prevert. BARBARA Mundu það Barbara það rigndi án afláts í Brest þann dag ag þarna gekkst þú brosandi blómleg inndæl og heillandi í regninu Mundu það Barbara Það rigndi án afláts í Brest Og ég mætti þér í Síamsgötu Og þú brostir Og ég brosti einnig Mundu það Barbara Þú sem ég ekki þekkti Þú sem mig ekki þekktir Mundu það Mundu þó alltaf þennan dag Gleymdu því ekki I anddyri stóð maður einn Og kallaði nafn þitt Barbara Og þú hljópst til hans í regninu Blómleg inndæl og heiIlandi Og þú fleygðir þér í fang honum Mundu þetta Barbara Og vertu ekki reið þó ég þúi þig Eg þúa alla þá sem ég elska Jafnvel þó ég sjái þá aðeins einu sinni Ég segi þú við alla sem elskast Jafnvel þá sem ég ekki þekki Mundu þetta Barbara Gleymdu því ekki Regninu góða og sæla Um andlitið þitt sæla I borginni þeirri sælu Regninu á sjónum

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.