Birtingur - 01.12.1961, Page 35

Birtingur - 01.12.1961, Page 35
á milli lífs og dauða“, sagði Max Beck- mann, og liann vitnar einnig í enska skáldið William Blake er hann sagði „Treystu á hlutina.“ Slíkur „realismi" endaði í vegleysu blæti- dýrkunar (fetichismo), eins og þegar Frakkinn Duchamp tók tilbúna hluti (,,ready-made“) og setti á stall á „lista“- sýningu. Haftmann hefur bent á að undirtónn sur- realismans er rómantískur, þar sem við- leitni hans: að afmá allar andstæður, er lirein rómantisk viðleitni. Hún birtist reyndar í svipaðri mynd þegar í „sym- bolismanum“, og þannig skrifar Gauguin: „Hin grunaða dul í eðli allra hluta er meiri en öll vissa“; og í stefnuskrá sur- realismans segir André Breton: „Ég trúi því að í framtíðinni muni hinar sýnilegu andstæður milli draums og veruleika renna saman í einhvers konar æðri raun- veruleika: Surréalisme." En á öðrum stað: „Verk getur aðeins kallast surrealistiskt þegar listamaðurinn hefur lagt sig fi’am um að ná því sviði þar sem sál og líkami mætast, en af því sviði er meðvitundin aðeins brot: Freud hefur sýnt að í þess- um undirdjúpum eru allar andstæður af- máðar.“ í stuttu máli sagt, hið undarlega (og því miður svo oft jafnvel hið skrítna og hið vitlausa í lélegum surrealisma) og ó- þekkta er æðsta gildi surrealismans, og að þeirri niðurstöðu hefur hann komizt eftir mismunandi leiðum. f stefnuskránni er þetta orðað þannig: „. . . Hið undarlega er alltaf fallegt, hve óraunverulegt sem það er, það er fallegt; þess vegna er jafn- vel aðeins hið undarlega fallegt." // „Hið undarlega (er) hin eina uppspretta hins eilífa sambands milli manna.“ Hæfustu listamenn og skáld Spánverja hafa sótt til surrealismans bæði gott og illt: Picasso, Miró, Dalí, Alberti, Salinas, Guillén, Aleixandre og Lorca. Andbyltingin Árið 1927 hófst svo andbylting gegn rót- tæku stefnunum. „Ytri ástæðan“ til þess var sú að 300 ár voru liðin frá dauða Góngora (1627) og öll helztu skáld keppt- ust við að heiðra minningu hins stór- brotna skálds frá Cordóba. Dámaso A- lonso, Gerardo Diego, Jorge Guillén. Al- berti, Salinas, Lorca, m. a. tóku þátt í minningarathöfninni og á henni bar sú skoðun sigur af hólmi að bezti skáld- skapurinn og bezta túlkunin yrði til af hinum sígildu yrkisefnum og með hinu eðlilegasta hljómfalli. Með öðrum orðum, hér var farinn hringurinn, og menn kom- ust að sömu niðurstöðu og J. R. Jiménez er liann lýsti skáldskap sínum: hvorki nýjar leiðir né lengra; linnulaus fágun hins sama. N e o p o p u 1 ar i s m i n n (Neopopularismo) var fyrsta stefna til að andmæla neikvæðu stefnunum (creacionismo, ultraísmo, da- daísmo). Eins og nafnið gefur til kynna sækir hún vatn sitt í uppsprettur þjóð- sagna og -dansa, hafnar öllu óskáldlegu, tekur upp líkingar og myndir úr máli al- þýðunnar — ekki hinar óskáldlegu mynd- ir spámanna nútímans — og tengir aftur Ijóðlistina við hið bezta í J. R. Jiménez Birtingur 33

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.