Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 35

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 35
á milli lífs og dauða“, sagði Max Beck- mann, og liann vitnar einnig í enska skáldið William Blake er hann sagði „Treystu á hlutina.“ Slíkur „realismi" endaði í vegleysu blæti- dýrkunar (fetichismo), eins og þegar Frakkinn Duchamp tók tilbúna hluti (,,ready-made“) og setti á stall á „lista“- sýningu. Haftmann hefur bent á að undirtónn sur- realismans er rómantískur, þar sem við- leitni hans: að afmá allar andstæður, er lirein rómantisk viðleitni. Hún birtist reyndar í svipaðri mynd þegar í „sym- bolismanum“, og þannig skrifar Gauguin: „Hin grunaða dul í eðli allra hluta er meiri en öll vissa“; og í stefnuskrá sur- realismans segir André Breton: „Ég trúi því að í framtíðinni muni hinar sýnilegu andstæður milli draums og veruleika renna saman í einhvers konar æðri raun- veruleika: Surréalisme." En á öðrum stað: „Verk getur aðeins kallast surrealistiskt þegar listamaðurinn hefur lagt sig fi’am um að ná því sviði þar sem sál og líkami mætast, en af því sviði er meðvitundin aðeins brot: Freud hefur sýnt að í þess- um undirdjúpum eru allar andstæður af- máðar.“ í stuttu máli sagt, hið undarlega (og því miður svo oft jafnvel hið skrítna og hið vitlausa í lélegum surrealisma) og ó- þekkta er æðsta gildi surrealismans, og að þeirri niðurstöðu hefur hann komizt eftir mismunandi leiðum. f stefnuskránni er þetta orðað þannig: „. . . Hið undarlega er alltaf fallegt, hve óraunverulegt sem það er, það er fallegt; þess vegna er jafn- vel aðeins hið undarlega fallegt." // „Hið undarlega (er) hin eina uppspretta hins eilífa sambands milli manna.“ Hæfustu listamenn og skáld Spánverja hafa sótt til surrealismans bæði gott og illt: Picasso, Miró, Dalí, Alberti, Salinas, Guillén, Aleixandre og Lorca. Andbyltingin Árið 1927 hófst svo andbylting gegn rót- tæku stefnunum. „Ytri ástæðan“ til þess var sú að 300 ár voru liðin frá dauða Góngora (1627) og öll helztu skáld keppt- ust við að heiðra minningu hins stór- brotna skálds frá Cordóba. Dámaso A- lonso, Gerardo Diego, Jorge Guillén. Al- berti, Salinas, Lorca, m. a. tóku þátt í minningarathöfninni og á henni bar sú skoðun sigur af hólmi að bezti skáld- skapurinn og bezta túlkunin yrði til af hinum sígildu yrkisefnum og með hinu eðlilegasta hljómfalli. Með öðrum orðum, hér var farinn hringurinn, og menn kom- ust að sömu niðurstöðu og J. R. Jiménez er liann lýsti skáldskap sínum: hvorki nýjar leiðir né lengra; linnulaus fágun hins sama. N e o p o p u 1 ar i s m i n n (Neopopularismo) var fyrsta stefna til að andmæla neikvæðu stefnunum (creacionismo, ultraísmo, da- daísmo). Eins og nafnið gefur til kynna sækir hún vatn sitt í uppsprettur þjóð- sagna og -dansa, hafnar öllu óskáldlegu, tekur upp líkingar og myndir úr máli al- þýðunnar — ekki hinar óskáldlegu mynd- ir spámanna nútímans — og tengir aftur Ijóðlistina við hið bezta í J. R. Jiménez Birtingur 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.