Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 37
Énn höfum við
skinið og ilminn.
(León Felipe Camino: Deshaced ese verso . . .)
Ein grundvallarhugmynd „nútíma“-listar
var hugmyndin um hreina list. Eins og
Sedlmayr hefur bent á er „hrein“ list
einna helzt neikvætt hugtak. Hrein er
sú list sem reynt hefur að hreinsa til,
farga hinu og þessu, losna við hitt og
þetta, þangað til ekki var hægt að fara
lengra. En hrein list getur einnig þýtt
sama sem óháð list, abströkt, list sem er
sjálfri sér nóg.
Að sjálfsögðu náði einnig slíkur hugsun-
arháttur til skáldanna. Þau ætluðu einn-
ig að hreinsa til, losa skáldskapinn við
allt óskáldlegt. I líkingu við óháðu mynd-
listina reyndu Futuristar og Dadaistar að
svipta orð og' setningar merkingu, en
„yrkja“ aðeins í merkingarlausum orðum
eða atkvæðum. Mallarmé dreymdi um ó-
háðan skáldskap, „construire un poéme
qui ne contient que poésie“, en Valery
komst bráðum að þeirri niðurstöðu að
þetta væri ókleift, „construire un poéme
qui ne contient que poésie est impossible“,
því að, eins og T. S. Eliot sagði: „If you
aim only at poetry in poetry there is no
poetry either“.
„Óháður“ skáldskapur er í raun og veru
ekki til nema sem hugtak, en slíkt hug-
tak er hættulegt sköpuninni, þar sem það
felur í sér mótsögn. Maður skapar ekki
lengur neina list ef maður hefur aðeins
þann tilgang að skapa list.
Hrein ljóðlist í þeirri merkingu er því
ekki til. Maðurinn, orðin, merkingin, yrk-
isefnin, allt þetta verður að vera með, til
þess að hægt sé að tala um skáldskap.
Þrátt fyrir þetta vilja margir kalla sig
„hrein skáld“, og segjast yrkja „hreint“.
Til að verðskulda slíkt nafn verður að
nota orð, merkingar, líkingar, sem eiga
rót sína í raunveruleilcanum, en h e f j a
þau yfir hið daglega merkingar-
svið, gæða þau nýjum merkingum,
skáldlegum mætt,i sérstakri tilveru
milli heima manna og hluta. Hrein
ljóðlist er þannig erfið tjáning þess,
sem kemur annaðhvort úr djúpi
tilfinninga eða úr fylgsnum heil-
ans, en hann er ekki beinlínis nakinn
kveðskapur, heldur ranghverfur kveð-
skapur. Ranghverfir eru hlutir í senn
flóknir og einfaldir, en lausir við öll svik.
Surrealisminn veitti sínum straumum í
farveg hinnar hreinu ljóðlistar og einmitt
á þessu svæði milli manns og hluta blómg-
aðist og' kvíslaðist hann í leit sinni að
hinu ókunna og undarlega.
Surrealisminn í þjónustu hreinnar ljóð-
listar gaf spönsku ljóðagerðinni fjögur
stórskáld, hvert á sinn hátt, fjórar stefn-
ur. En allar þessar greinar hreinnar ljóð-
listar eiga sameiginlegan hinn surrealist-
iska grundvöll: sjálfið hálfsokkið í undir-
vitundina, uppreisnina gegn öllu óþarfa
skrauti, mælgi, lélegum yrkisefnum,
væmninni, ósannindum í ljóðagerðinni.
öll þessi skáld eru erfið, torskilin, djörf.
Þau eru einnig skáld sem lengi hafa leit-
að, reynt, breytt um stefnu — um það
verður skrifað á eftir þegar fjallað verð-
ur um skáldin hvert um sig — og hafa
loks skilað okkur beztu ljóðum sínurn í
Birtingur 35