Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 39

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 39
hins ósegjanlega, eins og einkenni ó- þekkts dularfulls sjúkdóms. Orðin létt eins og fjöður; í intimismanum er allt kjarni, fljótandi kjarni sem rennur um skilningsæðar lesandans eins og næring- arvökvi. Þyngdarlaus skáldskapur sem sniðgengur hinn hversdagslega veruleika. skarkala og æstar tilfinningar. Innfjálg- ur, hnitmiðaður, meinlætafullur kveð- skapur. Því að til að yrkja „poesía pura“ verður maður að afneita öllu nema and- anum. Salinas, sem var lærisveinn J. R. Jiménez, fer jafnvel lengra en meistarinn í sinni leit að hreinni Ijóðlist. Salinas var skáld, rithöfundur og bók- menntagagnrýnandi. Hann er fæddur í Madrid, en dó í Boston, U.S.A., 1951. Prófessor í spanskri bókmenntasögu í Se- villa og Murcia, lektor í spönsku við Svartaskóla og við háskólana í Cambridge (1922) og Oxford. Hann var einnig kenn- ari við Madrid-háskóla og loks við Welles- ley College, Massachusetts, og John Hop- kins University í Baltimore. Ljóðabækur: „Presagios" (Forspár, 1923), „Seguro azar“ (Gefin örlög, 1929), „Amor en vilo“ (Upphafin ást, 1929), „Fábula y signo“ (Dæmisaga og tákn, 1931), „La voz a tí debida“ (Rödd til þín, 1933), „Razón de amor“ (Ástarhjal, 1936), „Error de cálculo“ (Reiknings- skyssan, 1938), „Poesía junta“ (Ljóða- safn, 1942), „E1 contemplado“, 1947, „Todo más claro“ (Allt ljósara, 1949). Önnur grein hins blómgaða trés surreal- ismans og hreinnar ljóðlistar er Intelec- tualismo. Hún hefur sama markmið og intimisminn: að skapa hreina Ijóðlist, en fer þó öðruvísi að. Intelectualisminn veit hvað er óskáldlegt, intimisminn finnur það. Intimisminn leitar að hinu skáldlega með tilfinningunni einni og hreinni; in- telectualisminn leitar að því sama með heilanum. Intelectualisminn gæti þannig verið kenning um hinn hreina skáldskap. En hann er ekki eins tær og intimisminn, ef til vill vegna þess að höfuðið er ó- hreinna en hjartað. Tjáningartæki intim- istans eru tilfinningar; tjáningartæki in- telectualistans eru skilningarvitin. Intim- isminn gefur frá sér skáldskapinn; inte- lectualisminn finnur hið skáldlega í kring- um sig, laðar það að sér og endurvarpar því, oftast naumlega, er aðeins kalt end- urskin. Intelectualisminn færir takmörk hinnar hreinu ljóðlistar til liins ýtrasta, í honum er leikur möguleikanna mestur; orðin fá keim af töfratáknum, þau verða að fá absolut gildi þar sem hinn íhugaði veruleild er ávallt ríkari en hinn fjöl- breyttasti orðaforði. Aftur á móti hefur intimisminn rétta orðið ávallt reiðubúið innan afmarkaðra merkja samheita og gagnheita. Samt eru báðar stefnur líkar, og reyndar allar 4 greinar hreinnar ljóð- listar. Furðutól þessara stefna er skil- greiningin ein. Skilgreining tilfinning- anna (intimismo), skilgreining hugar (intelectualismo), skilgreining persónunn- ar, sjálfsins (existencialismo). Mesta skáld þessarar stefnu er Jorgo GLRLLÉN (1893— ). Hann er fædd- ur í Valladolid á Kastiljuhásléttunni. Hann var prófessor í spanskri bókmennta- sögu við háskólann í Sevilla, M.Gill Uni- versity í Montreal og Wellesley College, Birtingur 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.