Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 40
Massachussets, og einnig lektor í spönsku
við Oxford og Svartaskóla. Guillén hefur
þýtt á spönsku Valery og Claudel.
Jorge Guillén er skáld einnar bókar, sem
stækkaði alltaf, úr 75 ljóðum (1928) í
334 (1950). Þessi eina bók heitir „Cán-
tico“ og er nær því óslitinn lofsöngur um
undrið mikla: að vera til.
Aðferð Guilléns er að útrýma úr ljóðum
sínum öllum persónulegum áhrifum. Hann
vill tala um „einfaldan", ekki „hreinan"
kveðskap. En með því að þurrka út úr
Ijóðum sínum persónuleika skáldsins verða
ljóð hans köld, þurleg í einmanaleika sín-
um, svipt varma mannlegs hjarta; þau
verða skilgreining, náköld skilgreining
sem vekur áhuga, jafnvel aðdáun, en hríf-
ur ekki, hrærir ekki, snertir engan
streng.
Guillén er áreiðanlega eitt mesta skáld
okkar tíma, en hann er á mörkum, eins
konar varða sem sýnir yztu takmörk,
einskonar „finis terrae", og líklega ekki
á annarra manna færi að jafnast við
hann, þó áhrifa hans gæti mikið meðal
ungra höfunda.
Existensjalisminn (Existenciaalismo)
á sinn fulltrúa í spanskri ljóðagerð innan
vébanda surrealismans og undir fána
hreinnar Ijóðlistar. Hann heitir Vicente
ALEIXANDRE (1900— ). Hann er
fæddur í Sevilla, fékk Premio Nacional de
Literatura 1933 og er meðlimur spönsku
Akademíunnar síðan 1949. Áhrifa hans
gætir mjög meðal ungra skálda sem
kvöddu sér hljóðs eftir 1939, ef til vill
vegna þess að hann hefur alltaf búið í
heimalandi sínu.
Aleixandre er maður mjög einrænn, ein-
angrar sig, sækir aldrei í félagsskap.
Hann kærir sig kollóttan um form og
hrynjandi, sýnir í verkum sínum engan
áhuga á mönnum, atvikum, málefnum
Hann yrkir úr djúpi angistar sinnar og
hefur skapað sér sérstakan heim úr ljóð-
um sínm. I þessum heimi lifir hann og
hann og hans heimur fylla Ijóð
hans. En Aleixandre er svo mikið skáld
að jafnvel í raunum sínum vekur hann
ekki meðaumkun hjá lesandanum, heldur
aðdáun á því að slík sorg skuli vera
borin svo stórmannlega.
Kjarni existensjalismans í spönsku ljóð-
listinni er sjálfselskan, sjálfskönnunin,
sjálfsdýrkun. Samt er hið sanna skáld í
þessum anda hroinskilið í sinni trú á að
einstaklingurinn sé aðalmælikvarði sköp-
unarverksins, að sjálfið sé ómissandi hluti
alheimsins og ef einn maður, eitt skáld
bogni undan farginu muni sjálf himin-
festingin hrynja. Því er hver skáld-ein-
staklingur dýrmætur þáttur í leitinni að
hinu eilífa og algilda. Aleixandre lýsir í
ljóðum sínum þessu æðsta hlutverki
skáldsins, að vera til: að tjá sig.
Ljóðabækur Aleixandres eru: „Espadas
como labios“ (Sverð eins og varir, 1932).
„La destrucción o el amor“ (Eyðilegging
eða ást, 1935), „Sombra del paraíso"
(Skuggi paradísar, 1944), „Mundo a so-
las“ (Einmana heimur, 1950), „Naci-
miento último“, 1953 (Síðasta fæðing),
„Historia del corazón“ (Saga hjartans,
1954).
Full ástæða er til þess að kynna sér verk
þriggja annarra stórskálda í fylkingu
3£ Birtingur