Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 50

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 50
hann karlmannsvígslu af hefðarkonu úr Reykjavík sem hefur hann hjá sér í tjaldi um sinn og víkur honum nokkrum bókakosti að skilnaði; ekki ónýtt viðvik fyrir bókþyrstan pilt á kynóraskeiði. Síð- an segir margt af kvennamálum og fæst minnilega. Konur Kristmanns líkjast hver annarri með undarlegum hætti, þær minna hann á blóm, ávexti, fjallalæki og sólaruppkomu, eru gjarna brjóstamiklar og í góðu holdafari, sumar „meistaraverl; sköpunarinnar“ og ein jafnvel með „un- aðslegustu konum veraldarsögunnar“; en allt þetta ástalíf verður furðu tómlegt og tilbreytingarlaust til lengdar, frásögn þess einhliða og leiðigjörn og vekur manni geispa að lokum, en hvergi örlar í sögunni á þeim „funa blóðsins“ sem Kristmanni verður þó alltíðrætt um. Þess í stað kemur stöðug endurtekning á keim- líkum líkamslýsingum meyjanna og öll- um í sama náttúrulausa vikublaðastíln- um. En meira býr undir ástamálunum en mann grunar við fyrstu sýn: „Þótt ég leitaði að ástarhamingju, var mig tekið að gruna, að það, sem raunverulega fælist í þessari óþagganlegu ósk minni, væri leit- in að Skapara mínum, hinni upphafslausu orsök alls,“ segir hann á einum stað, og á öðrum stað í ólíku samhengi: „Á þeirri stundu skynjaði ég bjarma af hinni dul- arfullu dýrð, er felst í orðinu kona! Hún er móðir lífsins, og aldrei verðum við svo miklir, að við þörfnumst hennar ekki sem drengir og menn, því að til endaloka tím- ans mun okkur þyrsta í faðm hennar, þyrsta í ástúð hennar, hlýju og skapandi gleði. En þá fyrst, er við hljótum fylgd hennar til Guðs, er hamingjubikar lífsins fullur.“ Þessi guðsleit Kristmanns Guðmundsson- ar, sjálfsleit hans og leit að jarðneskri ástarhamingju er reyndar uppistaða og meginefni „sögu skálds“. Hann getur þess alloft að hann sé „gestur á plánet- unni Jörð“, einn á ferð í framandi heimi og á þess einn kost að hlíta örlögum sín- um myrkum og torráðnum, — sem hann hefur þó oftast einhvem spásagnaranda um með þeirri sannfæring að frægð og fullsæld bíði að leiðarlokum. Og jafn- framt býr hann að ærinni ,,andlegri“ reynslu. Hann er skyggn á barnsaldri og hefur samskipti við huldufólk. Síðar iðk- ar hann mjög samneyti við „móður nátt- úru“ í svokallaðri hugleiðslu sem hann telur mikla reynslu og nákomna sér. Hann leggur stund á dulspeki og andatrú og segir af ýmsum „dularfullum atburð- um“, sem hann hefur hent. Af þessum hulduheimatoga er flest það sem hann telur mikilsvert og dýrmætt í lífi sínu, og sömu ættar mun margt sem hann metur sjálfur mest í skáldsögum sínum. En reynsla sem þessi mun raunar furðu vandmeðfarin í frásögn, þótt sönn sé, og fátítt að höfundum lánist að gera henni sannfærandi skil, hvort sem þessu veldur að höfundar þess háttar bókmennta séu öðrum ólagnari eða reynslan sjálf þess eðlis að verða lítt eða ekki bundin í orð. Og svo fer Kristmanni þrátt fyrir ærna ritreynslu. Honum fatast öll listræn tök á efnivið sínum, frásögn hans af „and- legri reynslu" sinni og „þroskasögu“ verður lesanda aldrei lifandi veruleiki; þess í stað gerist sá grunur áleitinn að 48 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.