Birtingur - 01.12.1961, Page 52

Birtingur - 01.12.1961, Page 52
García Lorc« SVEFNGÖNGULJÓÐ Grænt, hve ég elska þig, grænt. Græni blær. Grænu greinar. Skipið á hafinu og hesturinn á fjalli. Hún er með skuggann um mittið, í leiðslu á veröndinni, grænt hörund, hórið grænt, með silfurköld augu. Grænt, hve ég elska þig, grænt. Undir tataramóna, að hlutunum áhorfandi getur hún ekki séð þá. Grænt, hve ég elska þig, grænt. Stórar hrímaðar stjörnur koma með skuggafiskinn sem opnar dagmálaveginn. Fíkjutréð strýkir vindinn með skrápi greina sinna, og fjallið, lævís köttur, reisir hvöss veiðihárin. En hver kemur? Og hvaðan? Hún dvelur á veröndinni, grænt hörund, hárið grænt, í draumi um biturð hafsins. — Vinur, mig langar að skipta hesti við þig fyrir hús þitt, hnakk fyrir spegilinn þinn, hníf fyrir ábreiðu þína. Vinur, ég er kominn blæðandi frá skörðunum við Cabra. — Drengurinn minn, við skyldum skipta svo ef ég mætti. 50 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.