Birtingur - 01.12.1961, Page 57

Birtingur - 01.12.1961, Page 57
vill það feigt, þorir þó ekki að kála því hreinlega, en hefur fundið „löglega" að- ferð til að koma fyrirætlun sinni fram, að vísu seinvirka en áhættulausa: í gamalli bók hefur hann rekizt á mynd af stóru grimmu dýri sem er að elta lítið varnar- laust dýr, og tekur nú stjúpinn að segja barninu sögu á hverju kvöldi, útmála fyrir því með æ hroðalegri hætti vonlausa baráttu litla dýrsins og voðalegan dauð- daga, sem þess bíði í klóm stóra dýrsins; eins og til er ætlazt hefur ,,sagan“ skelfi- leg áhrif á viðkvæma samúðarfulla og hugmyndaríka barnslund, litla stúlkan getur ekki um annað hugsað nótt né nýt- an dag, er farin að tapa lyst og svefni. orðin taugaveikluð guggin og grá. Stjúp- inn er ánægður. En þegar hinum ójafna tvíleik litla og stóra dýrsins, barnsins og beljakans hefur fram farið um hríð við síbatnandi sigurhorfur hinna sterku, hug- kvæmist litlu hnátunni ráð til bjargar skjólstæðingi sínum, einfalt ráð eins og vænta mátti hjá barni: hún klippir litla dýrið út úr myndinni með gömlu skær- unum hennar mömmu, en rífur haus og framlappir af stóra grimma dýrínu: hvað gat það nú? („gekk ég upp á gullskærum móður minnar"). „Töframagn myndarinn- ar hvarf. Hún varð næstum skoplega einskisvirði. Heill heimur kvala og skelf- inga hrundi í rúst og eftir varð hvers- dagslega friðsælt ekkineitt." I heiftaræði yfir óförum sínum misþyrmir stjúpinn mæðgunum, en óttinn við afleiðingarnar bjargar honum enn frá því að ganga af þeim dauðum. „Það eina sem skipti máli var að hann hafði tapað. Hann hafði tap- að fyrir þessum vanmáttugu og lítilsigldu andstæðingum.“ Þó er ekki útséð um leikslokin: hann hótar að fá sér brenni- vín, koma síðan aftur og vinna á þeim, og ótti barnsins við stjúpann heldur á- fram að eitra líf þess, þó að hitt litla dýrið slyppi. Já, þeir eru ótaldir á vorri áróðursöld sem hafa komið auga á hina löglegu að- ferð við að skelfa stór og lítil börn: að segja þeim sögur. Og aldrei bregðast þeir reiðari við en þegar ,,börnin“ sjá við blekkingum þeirra. En varlega skyldu þeir treysta á mátt sinn. 1 fari Ástu Sigurðardóttur blandast skemmtilega sannur kvenleiki (svo sann- ur, að sumar af sögum hennar gæti karl- maður eklti hafa skrifað) og ósvikin vík- ingslund, framúrskarandi drengileg: hún er órög að vega menn, en aldrei skal luin vega öðruvísi en beint framan að þeim — og ástæðan til að hún klýfur þá í herðar niður er næstum alltaf sú, að þeir hafa níðzt á lítilmagnanum. E i n a r B r a g i. Kristinn E. Antlrésson: Byr undir vængjum. Ferðasaga frá Kína. Heimskringla. Fyrir allmörgum árum gaf Mál og menn- ing út bók um Kína eftir Sverri Krist- jánsson sagnfræðing. Nokkru síðar gaf félagið út 300 síðna ferðasögu frá Kína eftir einn glöggskyggnasta ferðalang Ev- rópu: Artur Lundkvist. Bókin heitir Drekinn skiptir ham og er í fórum allra félagsmanna Máls og menningar. Ymsir hefðu haldið, að þetta mætti teljast við- Birtingur 55

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.