Birtingur - 01.12.1961, Side 60

Birtingur - 01.12.1961, Side 60
komnu tækni) á undan þotunni til Pek- ing\ Skilur nokkur slíkt undur? Kristinn E. Andrésson er vel ritfær maður. Þó bregður svo við á þessari bók, að hún er mestan part rituð á blæbrigða- lausu blaðamáli. Helzt gætir nokkurra til- þrifa þar sem hann segir frá eigin áhrif- um og framtíðarsýnum. En þá hættir frá- sögninni við að snúast upp í svo há- stemmdan gælutón, að það er eins og lukkulegur afi haldi á fyrsta barnabarni sínu, hampi því framan í nærstadda og segi: sjáið þið hvað hann er myndarleg- ur, litli anginn? Verður það býsna kátlegt stundum vegna stærðarhlutfalla „litla angans“ og afans. Aftan við ritgerð Kristins eru um 150 myndir, margar í litum. Þær eru úr riti, sem forlagið Neues Leben 1 Berlín hafði í prentun, og lét það myndasíðurnar í té fuilprentaðar. Um þessar myndir er gott eitt að segja í sjálfum sér. En myndir sem fylgja „ferðasögu frá Kína“ árið 1959 þurfa auðvitað að vera þannig valdar, að þær skýri og fylli þá mynd af Kína nú- tímans, sem dregin er í lesmálinu. Ef þær gegndu hlutverki sínu fullkomlega, ættu þær ekki að geta verið frá öðrum stað né tíma en Kína vorið 1959. Það er augljóst mál að myndasafn úr allt öðru riti gæti ekki fallið að efni slíkrar bókar, nema ef svo hending tækist. En hér við bætast aðrir ágallar myndanna sem fróðleiksefn- is um alþýðulýðveldið Kína: 1. Sumar myndanna gætu verið hvaðan úr heiminum sem er (nr. 20, 54, 68, 84, 108, 123, 132, 140). 2. Aðrar eru mannamyndir sem segja manni fátt annað en að fyrirsæturnar virðast yfirleitt vel skaptar manneskj- ur og mjög brosmildar flestar (nr. 2, 15, 24, 44, 59, 64, 73, 79, 61, 82, 93, 107, 129, 130, 137—139, 141, 142). 3. Enn aðrar bera alls ekki með sér að þær séu frá Kína: gætu allt eins verið frá ýmsum löndum öðrum á austur- slóðum (nr. 4, 5, 8, 12, 14, 17, 23, 25, 26—29, 35—37, 41—43, 46, 48, 53, 57, 62, 69, 71, 74, 85, 89, 92, 95, 102, 106, 114, 115, 124, 135). 4. Þá eru myndir sem augsýnilega eru frá Kína, en gætu eins verið frá því fyrir byltingu, fyrir aldamót, jafnvel fyrir Kristsburð, ef ljósmyndavél hefði þá verið til (nr. 6, 10, 11, 13, 16, 18, 30, 31, 38—40, 45, 47, 55, 56, 58, 60, 65—67, 70, 75—78, 83, 86—88, 90, 91 (í allri dýrðinni stendur hún á höfði í því ein- taki, sem ég hef með höndum), 94, 96, 98—101, 103, 104, 109—113, 116— 122, 125, 126, 131, 143, að ógleymdri hlífðarkápunni. Eftir eru þá innan við 30 myndir, sem segja má að lýsi með einhverjum hætti störfum og daglegu lífi Kínverja í dag; hefði mátt dreifa þeim á viðeigandi staði í lesmálinu, en fjarlægja ýmsar þeirra mynda, sem þar eru, því þær eru fæstar markverðar. Hvort sem litið er á lesefni eða myndir verður niðurstaðan ein og söm: þetta er fánýt fordildarbók sem Heimskringla hefði átt að neita að gefa út. En það hef- ur nú kannski verið hægara ort en gjört. Spurningunni að framan mundi ég svara á þessa lund: Byr undir vængjum er gef- in út handa þeim íslenzku snobbhönum, sem hafa að bræðrareglu sinni inngangs- 58 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.