Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 139
Athugun á kenningum Basil Bernsteins
137
munur sé á málfari millistéttarinnar og verkamannastéttarinnar í Bret-
landi. Munurinn sé það mikill að hægt sé að halda því fram að ein-
staklingarnir sem þátt tóku í tilraun hans falli í tvo aðskilda hópa.
Annars vegar eru þeir sem nota ítarlegt málfar, þ. e. a. s. millistéttar-
hópurinn, og hins vegar þeir sem nota knappt málfar, þ. e. a. s. verka-
mannahópurinn. Nú má auðvitað spyrja hvort gögn Bernsteins sýni
í raun og veru fram á tilvist tvenns konar málfars. Því hefur verið
haldið fram (Coulthard 1969, Dittmar 1976) að gögn Bernsteins rétt-
læti ekki fyllilega þær niðurstöður sem hann fær sjálfur. Coulthard
bendir í þessu sambandi á tvö atriði sem hann telur sérstaklega mikils-
verð. Hið fyrra er það að ekki sé samsvörun á milli skilgreininga
Bernsteins á ítarlegu og knöppu málfari og þess hvernig hann athugar
málfar. Þrátt fyrir að Bernstein skilgreini málfar út frá því hve auðvelt
sé að spá fyrir um setningaskipan (structural predictability), þá er eng-
in tilraun gerð af hálfu Bernsteins til þess að setja niðurstöður fram
á þann hátt (þ. e. að mæla ,,structural predictability")- Coulthard
(1969) telur að samkvæmt skilgreiningu Berrlsteins hefði átt að setja
fram staðhæfingar eða tilgátur um málfar þannig að nákvæmlega væri
tiltekið fyrirfram hver væru séreinkenni knapps málfars annarsvegar
og ítarlegs málfars hinsvegar. Þannig mætti að dómi Coulthards t. d.
segja að ,,í úrtaki einstaklinga sem nota knappt málfar mætti búast
við því að 80-90% setninga væru aðalsetningar, aukasetningar væru
fyrst og fremst tíðarsetningar og svo frv.“ (Coulthard 1969:43). Á
þennan hátt mætti sannreyna kenningar Bernsteins, þ. e. með því að
setja fram tilgátur sem síðan væru prófaðar á kerfisbundin hátt. Bern-
stein virðist hafa uppgötvað tiltekinn mismun á málfari barna úr milli-
stétt og verkamannastétt. Þessi munur er settur fram þannig: Miðstéttar-
börnin nota meira af X og Y en lágstéttarbörnin. Síðan slær Bernstein
því einfaldlega föstu að þessi munur skilji á milli tvennskonar málfars.
Þessi gagnrýni Coulthard er vafalaust umdeilanleg. Hún byggir að
mínum dómi á þeim skilum sem oft eru gerð milli aðleiðslu og af-
leiðslu í vísindalegri aðferðafræði. Coulthard gerir þá kröfu að setja
hefði átt fram skýrar tilgátur um málfræðilega eiginleika ítarlegs og
knapps málfars og prófa síðan, hafna eða hafna ekki tilgátunum sam-
kvæmt einhverjum fyrirfram gefnum mælikvarða. Með öðrum orðum,
Coulthard er að gagnrýna Bernstein fyrir að beita ekki afleiðsluaðferð-
inni við rannsókn sína. Pessi gagnrýni Coulthards á vafalítið nokkurn
rétt á sér, þó hún vegi ekki að mínu áliti mjög þungt. Skilin milli