Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Síða 195
Ritdómar
193
þf. og þgf. með með sem vel kemur fram í setningunum hcmn kom með mig og
hann kom með mér. í fyrra tilvikinu er það greinilega ég sem er þolandinn, hann
sem er aktífur; í því seinna er hann passífur, ég mikiu fremur aktífur. Munurinn er
ekki alltaf nákvæmlega þessi, en a. m. k. hefur frumlagið ekki áhrif á fallorð fs.
ef þgf. er notað. Þess vegna er miklu óeðlilegra — finnst mér — að breyta þgf. í
þf. í glas með vatn(i) en menn með vopn(um) (bls. 205); glasið á erfiðara með að
hafa áhrif á vatnið en mennirnir á vopnin (sjá nánar Gustavs 1982).
Þetta er reyndar eitt margra dæma um að ósambærilegum hlutum sé stillt upp
saman. A bls. 206 eru ánœgður með og fullur með undir sama lið; á bls. 207 eru
búast við og gœta s'm við undir sama iið, og á bls. 209 rífast við og eiga (hálfa
jörð) við (son sinrí) undir sama lið; í öllum þessum dæmum er fyrra sambandið
daglegt mál, hitt sjaldgæft.
Bent er réttilega á (bls. 193) að á milli og á meðal geti staðið á eftir orðinu sem
þær stýra (þeirra á meðal); en þetta er tæplega hægt nema fallorð þeirra sér for-
nafn; ??Strákanna á milli er a. m. k. hæpið. Þá er hæpið að segja (bls. 200) Við
vorum undir tvo tíma á leiðinni; eðlilegt mál er upp undir tvo tíma.
Við fs. fyrir vantar merkingu þá sem fram kemur í setningum eins og Hann
gerði þetta fyrir mig, þ. e. ‘vegna þess að ég bað hann’. Þar sem fjallað er um fall-
stjórn staðaratviksorða (upp, niður, ofar, neðar o. s. frv.) (bls. 210) hefði þurft að
nefna að oft er sagt Hann er niður við ána o. þ. u. 1., þótt það þyki víst ekki „rétt“.
Ekki er ég alveg ánægður með að telja saman forsetningu í dæminu mánuðum
saman (bls. 191). Við getum skeytt saman aftan við ýmis nöfn tímabila; mánuðum
saman, árum saman o. s. frv. (hins vegar varla ??mínútum samarí); en þetta er ekki
pródúktíft. Þá finnst mér ankannalegt að telja bak(i) forsetningu í sambandinu
að baki styrjaldarrekstri (bls. 192); og í stað forsetningu í sambandinu í hennar stað
(bls. 194). Ég hefði flokkað hvort tveggja sem nafnorð, vegna þess að þau halda
u. þ. b. nafnorðsmerkingu sinni og taka með sér fs., og eru þar frábrugðin sakir/
sökum.
Kaflinn um fallstjórn sagna er góður, sérstaklega er gott að fá yfirlit yfir tveggja
andlaga sagnir. Reynt er að tengja saman fallstjórn og merkingu, og er vissulega
hægt að komast nokkuð áleiðis með það, en pör eins og klára e-ð og Ijúka e-u
sýna þó að það verður aldrei óbrigðult (sjá Eiríkur Rögnvaldsson 1983b). Einnig
er gerð grein fyrir hvernig forsetningarliðir geta oft komið í stað andlags. Á ein-
stöku stað er uppsetning þó villandi eins og þar sem minnast e-s (á e-ð) er sett upp
saman með sömu þýðingu (bls. 220); merkingin er yfirleitt ekki sú sama.
Þá hefði mátt gera grein fyrir því að sagnir sem stjórna þolfalli eru langalgeng-
astar, og nýjar sagnir virðast flestar stjórna þolfalli. Fallstjórn lýsingarorða sem
standa sem sagnfyllingar er tekin með sögnunum, en betra hefði verið að fjalla
um hana sérstaklega, vegna þess að hún er ekki að öllu leyti sambærileg við fall-
stjórn sagna; t. d. stjórna lo. ekki þolfalli.
Ekki er mér alveg ljós munurinn á ad-setningum sem frumlagi (bls. 238) og að-
setningum sem „fungieren als Attribut (prápositionales Attribut) zu Substantiven
des Hauptsatzes" (bls. 241-242). Til fyrrnefr.da flokksins telst t. d. setningin það
var mér sagt í bœnum að þessi hjón hefðu tekið barnið af góðvilja, en til hins
íslenskt mál V 13