Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 200

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 200
198 Ritdómar Nokkrar athugasemdir verða gerðar hér um málfræðikaflann og fylgi ég þeirri röð sem í bókinni er. Sérstakur listi er um sterkar sagnir, veikar sagnir með sam- hljóði í nútíðarstofni (eintölu) og óreglulegar sagnir. Hér virðist mér gæta þess um of að gamlar sagnmyndir séu teknar upp á kostnað yngri og algengari mynda. Gala er yfirleitt galaði í þátíð, en þá mynd vantar, en aðeins höfð myndin gól. Af ri- sögnum eru gefnar myndirnar gröri, röri og snöri, sem allar verða að teljast sjald- gæfar nú, en nöri er hinsvegar sleppt. Af núa ætti að gefa myndina néri til sam- ræmis við hinar sagnirnar, sem hafa myndirnar með -é-. Sögnin hrinda er líka til í veikri mynd, hrinti, ekki aðeins hratt. Um ráða er sagt að í talmáli sé nútíðarstofn- inn(!) réði f. réð, en sé talinn rangur. Myndin réði held ég að sé svo algeng í þátíð að ástæðulaust sé að amast við henni lengur. Fullyrðing eins og þessi um sögnina ske: „tillhör ej korrekt skriftsprák" finnst mér óþörf og villandi. Sögn þessi hefur verið í málinu um aldaraðir, og hefði verið nær að gera þá athugasemd, að sumir teldu hana ekki gott mál. Sögnin snerta er í 1. pers. et. í nútíð gefin sem snert (auk snerti). Sú mynd er áreiðanlega fágæt. Veiku beygingarinnar á svelta hefði mátt geta eins og er um sumar aðrar slíkar sagnir, t. d. verpa. Neðanmáls á bls. LII er sagt að myndir eins og éta um fólk sé álitnar „mindre fina“. Þetta kann að vera, en þó eru til málsvæði á landinu þar sem þetta gildir ekki, éta og borða eru þar samheiti. Um nafnorðabeygingu má gera þessar athugasemdir: f gr. 40 (bls. LXIV) eru talin kvenkynsorð sem geta haft -u í þágufalli eintölu. Þar er á meðal von, sem ég efast um að sé til í þeirri mynd. f gr. 58 (bls. LXVIII) er sagt að fleirtölumyndirnar gleðir og keppnir „torde vara stadda i försvinnande". Það er rétt um gleðir, en keppnir held ég að lifi góðu lífi. f kaflanum Kvantitet (bls. LXXXVII) er sögnin götva notuð sem dæmi. Betra hefði verið að hafa samsetninguna uppgötva, þar sem ósamsetta sögnin er varla til lengur. f kaflanum Elision á sömu bls. hefði mátt sýna enn nánar það brottfall sem verður á mótum orða, t. d.: þeir kom(a) o(g) fara farð(u) a(ð) koma! Sigg(i) á a(ð) fara Að síðustu eru í inngangi Töflur yfir sænska og íslenska starfsmenn ríkis og kirkju o. fl. (bls. LXXXVIII). Skrár þessar eru í sjálfu sér góðra gjalda verðar, þó að manni finnist fullmikið gert úr æðsta toppi þjóðfélagsins. Hámarki nær það með því að birta lista yfir foringjagráður í sænska hernum bæði fyrir og eftir 1. júlí 1972 án þess að birt séu samsvarandi heiti á íslensku. Hefði þó mátt birta gráður Hjálpræðishersins heldur en ekkert. Þessi listi sýnist lítið erindi eiga í bók af þessu tagi, en hann ber vitni miklum hermennskuáhuga aðalritstjórans (ritstjóranna?). Ymsar aðrar töflur hefðu þá eins átt rétt á sér í bókinni, t. d. um skipulag og nafn- giftir almannasamtaka, félagslegrar þjónustu og verkalýðshreyfingar svo að eitt- hvað sé nefnt. Um skýringar orða er það að segja, að yfirleitt virðast þær vera vel úr garði gerðar og skýrar, og eru samheiti gefin eftir föngum án þess þó að vera tæmandi, sem ekki er heldur von. Alloft er skilgreint stílgildi orðs eða sagt í hvernig máli það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.