Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 31
Flámœli í vesturíslensku
29
Athyglisvert er að flámæli í vesturíslensku hefur þróast lengra en
það þróaðist nokkum tíma á íslandi. Af 35 málhöfum sem töldust flá-
mæltirhöfðu7 flámæli á [i:] eingöngu en aðrir7 voru flámæltir á [i:] og
[y:]. Aðrir virtust hafa flámæli á [i], [y] og [e], bæði á stuttu og löngu
hljóðunum; þó voru engin dæmi um flámæli á stuttu [ö]. Flámæli á [1]
er langalgengast, þá [y], en allnokkuð er um flámæli á [e] sem Bjöm
fann lítið sem ekkert af á Austurlandi en dálítið af á Suðvesturlandi og í
Húnavatnssýslu. Aðeins þrír málhafar reyndust hafa flámæli á [ö:]. Af-
kringingin [ö] —*• [e] sem er óskyld hljóðkerfisleg breyting hefur áhrif til
fækkunar á flámæli á [ö]. Við þá breytingu verður þgf.ft. öxum að exum,
en ekki voru þess dæmi að [e] í exum flámæltist og yrði ixum. Þá eru
nokkur dæmi um að þgf.ft. kökum yrði að kekum. Ekkert skal þó fullyrt
um þetta að svo stöddu nema til að undirstrika að hér er um tvær hljóð-
breytingar að ræða. Eins og sjá má hafa alls 8 málhafar flámæli á öllum
sérhljóðunum, stuttum og löngum, utan [ö]. Nokkur dæmi eru því um
flámæli stuttra sérhljóða, svo sem kend í stað kind. I áherslulausum at-
kvæðum, svo sem beygingarendingum, koma fyrir [i] og [y] hljóð sem
virðast vera flámælt, dæmi: [ensky] og [mi:smynyr]. Iiklegraer þó að
hér sé um hrein ensk áhrif að ræða (þ.e. að málhafar flytji virka enska
reglu sem rýrir sérhljóð í áherslulausum atkvæðum yfir í íslensku) því
að sama virtist gilda um [a] í áherslulausum atkvæðum; dæmi Gunnar
sem verður [&yn:or]. Aðeins nákvæmari rannsóknir en hér var unnt að
beita geta skorið úr um þetta atriði.
Sú frumrannsókn sem hér hefur verið lýst styður skoðanir sem fram
hafa komið að flámæli sé áberandi einkenni í vesturíslensku.
4. Orsakir flámælis í vesturíslensku
í erindi sínu frá 1984 setur Haraldur Bessason fram þrjár mögu-
legar skýringar á langlífi flámælis í vesturíslensku: Áhrif frá ensku,
almennt flámæli meðal innflytjenda frá íslandi, og í þriðja lagi að flá-
mæli sé framhald „eðlilegrar" málþróunar, þ.e. sérhljóðasamruni af því
tagi sem þekktur er úr íslenskri málsögu, en Hreinn Benediktsson og
Magnús Pétursson hafa báðir sett fram hugmyndir þar að lútandi.