Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 173
íslenskar mállýskurannsóknir. Yfirlit
171
burðar. T.d. vildu sumir láta setja reglur um framburð í aðalatriðum, en Bjöm vildi
láta rannsaka ffamburð landsmanna áður en slíkt væri gert (sjá Bjöm Guðfinnsson
1946:82).
Bjöm segist (1946:98) hafa rannsakað um 10.000 manns alls, þar af 6.520 böm í
yfirlitsrannsókninni. Með því að binda yfirlitsrannsóknina við böm tókst Bimi að ná
til fjölda fólks í hverju héraði og fékk samræmi í aldri hljóðhafanna og rétt hlutfall
kynjanna (1946:84), en sú ástæða er einnig þung á metunum að þar sem Bjöm beitti
svokallaðri lestraraðferð þá taldi hann sig verða að halda sig við böm á aldrinum 10 til
13 ára. Að mati Bjöms em yngri böm ekki nógu vel læs og erfitt að beita aðferðinni á
fullorðið fólk þar sem því er ekki vel við slíkar rannsóknir, og það getur átt það til að
breyta framburði sínum (1946:134).
Eins og áður sagði fór Bjöm um mest allt landið, aðeins 10 skólahverfi af 235 urðu
útundan og vom flest þeirra fámenn (1946:90-97). Þetta hefur f för með sér að hann
rannsakaði hlutfallslega jafnmarga í stómm kaupstöðum og fámennum sveitum. T.d.
rannsakaði hann 2.200 böm í Reykjavík (þar af 1.000 í Austurbæjarskólahverfi), en
ekki nema tvö í Eyjaskólahverfi í Hnappadalssýslu (1946:90-91). Þetta hefur einnig
í för með sér að hann rannsakaði ótrúlega margt fólk, eða um það bil tólfta hvem
íslending (1946:98).
Aðferðir við rannsóknimar vom fjórar; ritunaraðferð, spumaraðferð, samtalsaðferð
og lestraraðferð (1946:98). Bjöm telur að ritunaraðferð verði ekki beitt við aðra en böm
á aldrinum 7 til 10 ára, en böm á þeim aldri hafi lært að skrifa, en lítið lært í stafsetningu
(1946:100-101). Spumaraðferð notaði Bjöm mikið, en ekki tiltekur hann hve marga
hann rannsakaði þannig (1946:115). Samtalsaðferðin var sú aðferð sem Bjöm beitti til
að kanna framburð fullorðins fólks. Lestraraðferðin var þó höfuðaðferð Bjöms, því að
með henni rannsakaði hann öll bömin í yfirlitsrannsókninni. Lestraraðferð felst í því
að láta hljóðhafana lesa ákveðna texta sem samdir em með það fyrir augum að kanna
framburð á tilteknu svæði.
Bjöm skráði síðan upplýsingar um hljóðhafana á spjöld og merkti jafnframt inn á
spjöldin framburð viðkomandi. Á spjöldin skráði hann upplýsingar um aldur og upp-
mna bamsins, en hann virðist hafa rannsakað jafnt innfædd og aðflutt böm í hverju
skólahverfi fyrir sig (sjá t.d. 1946:158-159). Þess skal getið að Bjöm tók þó nokkra af
hljóðhöfum sínum upp á hljómplötur og átti dæmi um öll framburðarafbrigði á þeim,
enda lagði hann áherslu á að safna dæmum um foman framburð, en notaði upptöku-
tæknina ekki við rannsóknimar (Bjöm Guðfinnsson 1946:150). Á þeim ámm hefur ör-
ugglega verið óhægt um vik að ferðast með upptökutæki um landið. Hann tekur fram
að lestraraðferð sé notuð við upptökumarþó að samtalsaðferð komi til greina.
3.2
Það hefur li'tið sem ekkert verið unnið úr gögnum Bjöms Guðfinnssonar varðandi
sérrannsóknir hans og rannsóknir á framburði fullorðinna. Af þeim sökum verður hér
á eftir aðeins gerð grein fyrir úrvinnslu á þeim gögnum er varða yfirlitsrannsóknina.
Bjöm flokkaði hvert mállýskuafbrigði í þrennt. Sem dæmi má taka harðmæli - lin-
mæli sem hann flokkaði í hreinan harðmælisframburð, hreinan linmælisframburð og