Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 123
Orð af orði
jötur — jótur — jútur
Fyrir nokkrum misserum barst Orðabók Háskólans fyrirspum um no.
jótur, hvað það merkti og hvort það væri notað í máli manna. Orðið
kemur fyrir í Snorra-Eddu í merkingunni ‘jaxl’ samkvæmt Fritzner (II,
bls. 242) en einnig í merkingunni ‘andlitsmein’ og hefur hann dæmi um
þaðúrBiskupasögum:„andlitsmein þat.er menn kalla jótr“ (1858:611).
Einnig kemur jótr fyrir í kenningum í kveðskap eins og heiðar jótr
‘steinn’ (Lex. poet., bls. 330).
Vrátný hefur bent á að myndin jótr hjá Fritzner sé röng og að í texta
standi jótur. Það orð sé aftur á móti = etur, kvk.ft. í merkingunni
‘krabbamein’ eins og jata = eta; jótur standi fyrir j0tur, jötur, jgtur
(Vrátný 1913:179). Sama sinnis er Reichbom-Kjennerud sem telur að
jótur í Biskupasögum sé ranglega ritað í stað jQtur og að jgtur sé kvk.ft.
af jata og merki ‘krabbamein’ (1946:164).
I útgáfunni á Biskupasögum (1858:611), sem Fritzner vísar til, er
prentað jótur: „Kona hét Oddkatla, er hafði andlitsmein þat er menn
kalla jótur,“ og er því dæmi Fritzners ranglega tekið upp úr prentaða
textanum. í leiðréttingum og viðbótum við orðabók Fritzners (IV, bls.
186) hefur notkunardæmið verið leiðrétt.
Stefán Karlsson, handritafræðingur, hefur bent mér á að textinn í
Biskupasögum I sé úr Jarteinaþætti Guðmundar biskups, sem fylgir
Guðmundar sögu B (svonefndri ‘miðsögu’). Sá texti er prentaður eftir
AM 657 c 4to, sem er eina varðveitta miðaldahandrit textans og mun
vera skrifað um eða eftir miðja 14. öld. í handritinu stendur iotvr, en
þar getur o táknað /o/, /ó/ og /ö/ og því ekki hægt að skera úr um rót-
arsérhljóðið; v er í þessu handriti venjulegt tákn fyrir /u/ og er líklegt
að /u/ sé gamalt í orðinu en ekki stoðhljóð þótt allmörg dæmi séu þar
um stoðhljóðs /u/. Stefán benti einnig á að jarteinaþáttur Guðmundar