Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 16

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 16
14 Baldur Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson hljóða. í sumum tilvikum er um að ræða mismunandi orðmyndir sama orðs eða þá að merking er ekki alveg óskyld. Dæmi um algengar staf- setningargildrur af þessu tagi á prófum eru ‘bindi’/'byndi’ (vth.nt. og þt.) og ‘holt’/‘hollt’ (no. og lo.). Til að ráða fram úr vanda af þessu tagi þarf nemandi að hafa góðan orðaforða, átta sig á skyldleika í merkingu og geta beitt reglum um orðmyndun og beygingu. í prófinu er dæmi um þetta, gilti, sem 78 nemendur rita gyllti. Orðið ‘gilti’ er mjög algengt og málmurinn gull ætti sömuleiðis að vera nemendum kunnur. Merking þessara tveggja orðmynda er fullkomlega óskyld og rithátturinn gyllti hlýtur að benda til að nemandi hafi hreinlega ekki skilið málsgreinina. Til að áætla stærð þess hóps, sem hljóðgreinir rétt en er ekki búinn að tileinka sér grundvallaratriði rithefðarinnar, er unnt að miða við fjölda þeirra sem gera hljóðréttar villur sem eru þó ekki „þær villur sem búast má við“, eða „skynsamlegar villur“. í þessum hópi er væntanlega að finna seinlæsa nemendur, þá sem hafa slakt sjónminni eða lítinn orða- forða. Þessir nemendur eru margir fremur seinir að skilja það sem þeir heyra í upplestri og þar sem framburður orkar tvímælis nýtist þeim ekki heildarsamhengi málsgreinarinnar til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir rita því gyllti, kampvís og höfuð staða búa. Þótt hver þessara orð- mynda komi ekki fyrir hjá fleiri en 10% eru dæmi um villur af þessu tagi f öllum getuhópum nema þeim besta og því má ætla að vandræði mjög margra nemenda stafi fremur af ónógri reynslu af rituðu máli en vankunnáttu í stafsetningarreglum. 2.3 Stofn orða Þá er komið að þeim þáttum sem beinlínis reyna á meðvitaða kunn- áttu um stafsetningarreglur eins og þær eru kenndar í skólum. Eins og drepið hefur verið á er forsenda reglulærdóms sú að nemendur hafi góðan orðaforða og sé tamt að beita honum í riti. Einna nærtækast er nemendum líklega að leita að stofni orðs, eða algengu skyldu orði. Sá stuðningur sem nemendur hafa af stofni er að miklu leyti ómeðvitaður í sjónminni eða rithefð. Þó eru nokkur orð sem við teljum að veki marga nemendur til meðvitaðrar leitar að stofni. Þá reynir verulega á málskiln- ing, orðaforða og beitingu orðmyndunarreglna. Okkur virðast margir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.