Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 150
148
Ritdómar
Turið S. Joensen: Lœrið íslendskt. 1: Mállæra; 2: Tekstir. F0roya Skúlabóka-
grunnur, Tórshavn. 1987.
Fyrir skömmu kom út í Færeyjum Lœrið íslendskt, kennslubók í íslensku fyrir fær-
eyska nemendur á lægri skólastigum eins og segir í aðfaraorðum bókarinnar. Höfundur
bókarinnar er Turið S. Joensen mag.art. sem gegnir nú kennara- og rannsóknarstörfum
við Fróðskaparsetur Færeyja.
Turið S. Joensen var við nám hér á landi í mörg ár og eftir að hafa lokið fslenskuprófi
fyrir útlendinga lauk hún BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði, ein örfárra
útlendinga sem það hafa gert. Turið hélt að þvf loknu til náms í Kaupmannahöfn og
lauk þar mag.art. prófi í bókmenntum. Þegar á skólaárum sínum hér á landi var Turið
orðin mikilvirkur þýðandi af fslensku á færeysku; árið 1972 kom út f Færeyjum fyrri
hluti þýðingar hennar á Sölku Völku en sá seinni 1978. Hún hefur einnig þýtt ýmis
styttri verk íslenskra höfunda á færeysku. Þess skal getið að um þessar mundir vinnur
Turið að samningu kennslubókar í færeysku fyrir hærri skólastig.
Bók sú sem hér liggur á borði er í tveimur bindum auk hljóðbands með upplestri
úr bókinni allri og söngvum úr því síðara. Bókin er í litlu broti. Fyrra bindið sem er
100 bls. að lengd skiptist í þrjá meginkafla. Fremst er framburðarkafli; í öðrum kafla
og þeim stærsta er beygingafræði og í þeim þriðja er örstuttur kafli um setningafræði.
I síðara bindi sem errúmlega 130 síður með orðasafni eru textar.
Fyrsti kaflinn, um framburð, er stuttur en skipulegur. Þar, sem og í öðrum hlutum
bókarinnar, er lögð áhersla á það sem er líkt og ólfkt milli málanna. í öðrum kafla
er meginefni bókarinnar. Þar eru helstu þáttum beygingafræðinnar gerð skil og þau
beygingadæmi sem eru sýnd eru ágætlega valin. Þó hefði mátt velja orð af sömu gerð
og rós, þ.e. með einum samhljóða á eftir stofnsérhljóði, sem dæmi um kvenkynsorð
sem mynda fleirtölu með -ir þar sem svo stór hópur slíkra orða fellur í þann flokk.
Höfundur fer þá leið að taka það algenga og ómerkta á undan hinu sértæka og merkta.
Þó hafa kvenkynsorð sem mynda fleirtölu með -ar verið sett á undan ir- orðum. Þetta
er algengt f kennslubókum og byggist það á gamalli hefð en fullyrða má að orð sem
mynda fleirtölu með -ir eru miklu fleiri en hin enda þótt þar í hóp sé að finna allan þann
fjölda orða sem enda á -Vng. Að því er sagnorðin varðar finnst mér höfundur helst til
fastheldinn á foman arf. Það á við um flokkun á veikum sögnum í nútíð sem skipt er
í fjóra flokka í stað þess að byggja á nútíðinni og hafa flokkana þrjá. Og raunar mætti
spyrja hvort nokkur ástæða sé til þess að greina að veikar og sterkar sagnir í nútíð en
láta hugtökin þess í stað öðlast fyrst gildi f þátíð.
í þriðja hluta bókarinnar, kaflanum um setningafræði, er gerð grein fyrir nokkrum
mikilvægum atriðum. Sá kafli hefði mátt vera miklu lengri enda þótt minnst sé á nokkur
slík mál í öðrum kafla. Með þvf móti hefði bókin orðið miklu meiri kennslubók sem
jafnvel hefði getað hentað til sjálfsnáms. En hér á móti kemur textaheftið. Því má raunar