Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 127
Orðaforði 125
Einnig þekkist að sauður í ull að vori sé kallaður ullarjóti, svo og
þykkir og þæfðir ullarsokkar.
í talmálssafni voru tvö gömul dæmi, bæði frá Hjalta Jónssyni í Hól-
um í Homafirði, þar sem hann talar um jút eða bólgujút á fæti í merk-
ingunni ‘kýli, bólguhnúður’. í dæmi hans er notað þf. svo að ekki fer
milli mála að í hans munni var ekki um stofnlægt -r- að ræða. Við fyr-
irspumum mínum í þættinum íslenskt mál varð lítið um svör. Þó bámst
tvö af slóðum Hjalta og könnuðust heimildarmenn vel við orðið notað
um bólguhnúð. Þau dæmi vom hins vegar í nf. og skera því ekki úr
hvort -r- sé stofnlægt í jútur.
í orðabók Sigfúsar Blöndals er ekkert dæmi um no.jótur en jútur er
þar sagt staðbundið í merkingunni ‘bólga, gúll’ og hefur Blöndal dæmi
sín frá Homafirði og Vopnafirði (1920-24:414).
í leit að dæmum um jótur rakst ég á seðil um hvk.-orðið jóttur. Þar
stendur: „Kýrin hefur misst jostrið, þá er henni gefið jóstur (jóttrið) úr
annarri kú.“ Þessi heimild er úr Mýrdal frá því um 1960. Við fyrirspum
um jóttur fékkst ekkert dæmi en aftur á móti um so.jóttra frá Austur-
Eyfellingi og Vestur-Skaftfellingi. Lýsingarorðið jótraður kemur fyrir
í fomu máli í merkingunni ‘hrukkaður, öróttur’, t.d. jótruð húð (Lex.
poet., bls. 330) og er þar líklegast um að ræða upphaflegan lýsingarhátt
þátíðar af so .jótra sem gera má ráð fyrir að hafi verið til þótt ekki finnist
dæmi um hana fyrr en í yngra máli. Eiginleg merking er þá ‘tugginn’
fremur en að lýsingarorðið sé nafnleitt af jótur ‘jaxl’.
Heimildarmenn Orðabókarinnar voru allir, eins og fram hefur komið,
af austanverðu Suðurlandi. Jón Aðalsteinn Jónsson, orðabókarritstjóri,
hefur tjáð mér að í Vestur-Skaftafellssýslu, og ef til vill einnig í aust-
ursýslunni, þekkist sá framburður að sérhljóð sé stutt á undan hljóða-
sambandinu -tr-, en sérhljóð eru vanalega löng á undan samböndunum
p, t, k, s + j, r, v. Mér þykir því líklegast að tvöfalda f-ið í jóttra eigi
rætur að rekja til þessa skaftfellska framburðar og að heimildarmenn
telji að tvöfalt samhljóð fari á undan Nefnifallsmyndin jóttur hefur
þá orðið fyrir áhrifum frá öðrum myndum orðsins þar sem saman fara
-tr- og so. sé því jótra og no.jótur.
I tengslum við fyrrgreinda umræðu bárust heimildir um so. jóstra í