Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 90
88
Margrét Jónsdóttir
merkið væri alveg horfið. Aftur á móti má -u- falla brott í þgf.ft., því
að -m stendur eftir sem þágufallsmerki. En þegar greinirinn bætist
við, kemur sérstakt eignarfallsmerki á hann, og þá má fella -a brott.
Það sem hér kemur fram hefur verið minnst lítillega á hér áður í 3.1.
En bæta má hér ýmsu við.
I fyrsta lögmáli sínu um áhrifsbreytingar segir Kurytowicz að þegar
eitt allómorf taki við af öðru í sama hlutverki verði samsetta allómorf-
ið ofan á, það allómorf sem sýni mestan mun (sbr. Kurylowicz 1945-
1949:20-22). Segja má að þetta eigi við að því er varðar útbreiðslu
-iím-allómorfsins sem fær víðari dreifingu en áður. Það verður því hið
ómarkaða form, það „prímera“. Svipað má segja um eignarfall eintölu
sterkra kvenkynsorða. Svo virðist sem fleiri orð endi á -ar í eignarfalli
en áður og það sé því ómarkað.
I fjórða lögmálinu gerir Kurylowicz hins vegar ráð fyrir því að þegar
eitt morfem komi í annars stað geti hið gamla lifað í fyrrverandi hlut-
verki, þ.e. þess háttar hlutverki að sérstaklega þurfi að kveða á um notk-
unarsvið þess. Síðar áréttar hann að þetta lögmál eigi ekki síður við um
form en hlutverk, og segir (1964:15):
Besides primary and secondary functions we also must distinguish
between primary and secondary forms, generally called allomorphs
[...]
Endingin -um í þágufalli fleirtölu nafnorða og lýsingarorða verður
hið sjálfgefna, hið „prímera", hið ómarkaða. -m-allómorfið er hins
vegar hið „sekúndera“, hið markaða, vegna þess að sérstaklega þarf
að taka fram skilyrði þess að það komi fyrir. Það sama á einnig við um
eignarfallið.27 Hvort tveggja er bundið við afmarkaðan hóp nafnorða,
nánar tiltekið kven- og hvorugkynsorð af tiltekinni gerð. Og það er
varla tilviljun að um kvenkynsnafnorð er að ræða. Kvenkynið er mark-
að gagnvart karlkyni og sé aðgreiningar „þörf ‘ kemur sá munur fram í
kvenkyninu. Á þau fáu hvorugkynsorð sem haga sér eins og kvenkyns-
orðin verður hins vegar að líta sem óreglu.28
27 í þessu sambandi má nefna grein Wurzels (1987:639-640).
28 Hér má minnast á -ni-endinguna í fomöfnum, sbr. þeim, og töluorðum, sbr. tveim