Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 120
118
Flugur
við minna hugað að því máli sem tengist ýmsum þeim starfsgreinum
sem sjaldnar er hampað á prenti en hátækninni. Hér má nefha orð eins
og t.d. fittings úr pípulögnum, vacuumpökkun úr matvælaiðnaði, boddí,
turbo,pick-up og camper og fjölda annarra orða úr greinum sem tengj-
ast bílum og bifvélavirkjun. Rafvirkjar setja dimmer á slökkvara og
íþróttakennarar æfa aerobic \ stúdíóum sínum, svo ekki sé minnst á
málfar tækni- og fréttamanna sjónvarps og útvarps. Sá hópur fólks
sem slíkt málfar hættir til að loða við er í raun miklu fjölmennari en
ofantalin dæmi gefa til kynna, því að hann fylla allir þeir sem starfs
síns vegna glíma við erlend orð og hugtök án þess að þurfa að nota
þau á prenti, og þar með lúta því aðhaldi sem þar er yfirleitt reynt að
veita.
Um ensk — eða öllu heldur bandarísk — áhrif á íslenskt verslun-
armál hefur orðið mikil umræða að undanfömu, og þá einkum um þá
tilhneigingu kaupmanna að vilja ekki fslenska heiti verslana sinna eða
vörutegunda. Um verslanaheiti má vísa til ágætrar greinar Guðjóns
Friðrikssonar, sagnfræðings, í MorgunblaÖinu (1987), þar sem hann
tilfærir ýmis dæmi um erlend verslanaheiti við Laugaveg á fyrri hluta
þessarar aldar. Heiti vörutegunda eru og einn stærsti hópur tökuorða
úr fom- og miðensku. Hitt er nýtt að hirða ekki um að laga þennan
orðaforða að íslensku hljóð- og beygingakerfi.
Áhrif breskrar eða bandarískrar ensku á daglegt mál fólks hér á landi
em hins vegar algjört nýmæli. Slík áhrif fyrirfinnast ekki frá fom- eða
miðensku. í þessum efnum held ég — án þess að hafa við nein áreið-
anleg gögn að styðjast — að áhrif enskunnar séu orðin miklu meiri
og ágengari en þeirrar dönsku sem Rasmus Kristján Rask taldi ógna
íslensku máli í Reykjavík á 19. öld. Hér á ég ekki einungis við hrein
tökuorð eða slettur, heldur miklu fremur tökuþýðingar. Til dæmis er nú
talað um sterk mótmœli sem þýðingu á strong protest, flugvélar era á
tíma, sem þýðing á on time, talað er um þunga umferð (heavy trajfic),
og þeir sem ekki kveðja náunga sinn með bye-bye gera það þá í stað-
inn með bless-bless, en einnig era dæmi um hrein tökuorð svo sem
að íslenskukennurum í grannskólum í Reykjavík þyki „sjoppuferðir“
nemenda sinna í dreifbýlinu algjört möst.