Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 52
50 Kristján Árnason
tilheyri atkvæðinu á eftir. k-ið í bleikir ætti því ótvírætt að mynda stuðul
atkvæðisins á eftir.
Það dugir því ekki að segja að það sem rímar í hendingunum sé
„rímpartur" atkvæðisins, eins og hann er greindur á mynd (2). Ef svo
væri hefði mátt búast við að orð eins og gá.tum og blá.sa rímuðu
saman. Þessum orðum yrði væntanlega skipt í atkvæði þannig að at-
kvæðaskilin kæmu á undan samhljóðunum, og þar með hefðu þessi
tvö atkvæði sama „rím“ í málfræðilegum skilningi, en samt ríma þau
ekki saman. Gásum og blása mynda hins vegar hendingar, enda þótt
gera megi ráð fyrir að s-in sem taka þátt í ríminu tilheyri atkvæðunum
á eftir.
Annað atriði sem sýnir að atkvæðaþungi og atkvæðagerð skiptir litlu
máli í sambandi við rímið er það, að þar sem sérhljóðin eiga að vera
ólík í skothendingum gátu rímað þar saman atkvæði með sérhljóðum
af ólíkri lengd:
(9) mar valkastar bá/'u (Þjóðólfr úr Hvini, Haustlgng 3,6)
Óló/r allra jp/ra (Hallar-Steinn, Rekstefja 3,1)
eyddi úlfa gveddlv (Hallfreðr, Ólafsdrápa I 8,5)
Þetta hefur það í för með sér, eða getur það a.m.k., að atkvæðastaða
hljóðanna sem ríma verður ólík. T.a.m. virðist eðlilegt að gera ráð fyrir
því að atkvæðið bar í fyrstu línunni hér að ofan sé lokað (þ.e. endi á
samhljóði), a.m.k. þegar samhljóð fer á eftir orðinu í línusamfellunni,
en að atkvæðið í báru sé opið, þ.e. endi á sérhljóði, þannig að r-ið til-
heyri atkvæðinu á eftir.
Niðurstaðan af þessu virðist vera sú, að ekki sé hægt að orða lýsingu
á grundvallarreglum hendinganna öllu betur en þetta:
(10) Fyrsta samhljóðið sem fylgir sérhljóðinu í rímatkvæði verð-
ur að ríma við (tilheyra sama jafngildisflokki og) samhljóð í
öðru rímatkvæði. Ef tiltekin skil eru á eftir sérhljóðinu getur
sérhljóðið eitt rímað.
Atkvæðabygging og þau hugtök sem málfræðingar nota í því sam-
bandi hafa því heldur lítið að segja í skilgreiningu á hendingunum.