Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 48
46 Kristján Árnason
á málkerfinu, þá geta reglumar sem skilgreina vörpunina á milli verið
býsna flóknar.
3. Hendingarnar
3.1 Samhljóbarím og sérhljóðarím
Ef við skoðum nánar hendingar í dróttkvæðum hætti, þá virðist sem
svipuð vandkvæði komi upp við að ákvarða hvað það nákvæmlega er
sem rímar þar. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér sé það einmit það
sem nefnt er rím á hríslumyndinni (2). í áðumefndu línupari Þormóðar
Kolbrúnarskálds (1) virðist allt „rím“ atkvæðisins taka þátt í hending-
unum: und : land, eik : bleik, enda segir Snorri að í hendingum séu
‘einir stafir... eptir hljóðstaf í báðum orðum’ (SnorraEdda 1931, bls.
214).
En eins og Sievers (1893:93-4) og Heusler (1925/1956:293) og
margir aðrir hafa löngu bent á, þá er það ekki nærri alltaf tilfellið, að
allur samhljóðaklasinn rími, því það sem sýnt er í (4) eru allt löglegar
hendingar í dróttkvæðum hætti.
(4)a Skothendingar:
Ólafs mágr svá’t ógÖi (Sighvatr, Flokkr um Erling Skjálgsson
9,3)
sitt áttu fjgr fóíum (Sighvatr, Víkingarvísur 2,5)
Jprmunre/í/T at \akna (Bragi inn gamli, Ragnarsdrápa 3,2)
allr gekk herr und hwrðir (Bragi, Ragnarsdrápa 11,5)
He/'gauts vinu barðir (Bragi, Ragnarsdrápa 5,8)
Ge/rfiðr hét sá gprva (Sighvatr, Víkingarvísur 13,7)
geta þykkjask mér gomar (Hallfreðr, Ólafsdrápa II 23,7)
(b) Aðalhendingar:
Domnarkar þik vanÖan (Óttarr svarti, Hpfuðlausn 3,4)
Bima sagði brandara,
en Bjössi kvað við einfalt ha?
Það virðist þó nokkuð Ijóst, að endingar einar sér geti ekki rímað: Jóhanna rímar
ekki við Afríka, eða vettlingi við brandari (eða hvað?). (Meiri fróðleik um rím er að
finna hjá Eiríki Rögnvaldssyni 1989.)