Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 131
Orð aforði
129
þeim vöru og aura (Alþingisbækur íslands VI:45). Jón Ámason þýðir
latneska orðiðmanticameð ‘veski, malpoki’ íKleyfsasínum (JÁNucl.,
779. dálki) og fleiri dæmi eru um það frá 18. öld að veski sé notað í
merkingunni ‘poki’ e.þ.u.I. í heimild á 19. öld er talað um veski tilþess
að hafa í handritin til Njálu (Benedikt Gröndal 1951:266) og á einum
stað í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar segir á þessa leið: Prestur lét
þá bréfið í veski ogfékk Ólafi (Sigfús Sigfússon 1954:80). Á báðum
þessum síðast töldu stöðum er líklegt að veski sé haft um umbúðir eins
og tösku, poka eða skjóðu. Nokkur dæmi eru um það að veski sé notað
um hylki, öskju, lítinn kassa til að varðveita í hluti og eru hin elstu allt
frá 18. öld: Veskifylger kaleiknum yferdeckt medsvortu ledre (Bps.Biii,
17,78 (1757)). Sama merking kemur fram seint á 19. öld: [þeirjfœrðu
forsetanum heiðursmerkið ... í útskornu veski úr danskri eik (Austri
1891, 30). Sú merking, sem algengust er í nútímamáli, ‘hirsla, lítil
handtaska undir (peninga)seðla og smádót, hæfileg til að bera á sér’
kemur fyrir allt frá miðri 18. öld: viðbjóðsnœmtþvíveskið tœmt/verður
dœmt en gjöfei sœmt (ÞÞór.58, 248).
Ekki verður sagt að þau dæmi, sem nú voru rakin, varpi neinu Ijósi á
merkingu og notkun orðsins veski í afmælisvísu Tryggva Gunnarssonar
því að á öllum þeim stöðum, sem athugaðir voru, er orðið notað um
dauða hluti. Hins vegar bregður svo við að í gömlum orðasöfnum, sem
varðveitt eru í handritum í Landsbókasafni, er þetta orð að finna, notað
um lifandi verur. í Lbs. 220 8vo, bls. 547 er önnur merking orðsins veski
þýdd með latnesku orðunum ‘eqva strigosa’, þ.e. ‘mjóslegið merhross’
og sagt þar vera austanmál en slík athugasemd getur átt við málfar allt
frá Hellisheiði syðra og austur á Hérað. í Lbs. 366 8vo, bls. 23, kemur
orðið veski fyrir í samsetningunni truntuveski. í orðasafni þessu er verið
að sýna dæmi um skaftfellska málnotkun og segir svo á fyrrgreindum
stað:... reiptagl til að binda ... í taglið á truntu veskinu semþú ríður.
Þessi dæmi urðu til þess að okkur datt í hug að forvitnast um hvort
þessi merking fyrirfyndist í mæltu máli nú. Þegar spurst var fyrir um
þetta í útvarpsþættinum íslenskt mál veturinn 1981 kom brátt í ljós að
hlustendur kunnu nokkuð frá þessu orði að segja. Það fréttist sem sé af
því norðan úr landi og austan af Fjörðum að þetta orð væri stundum