Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 44
42
Kristján Árnason
2. Almennar bragfræðilegar vangaveltur
Bragkerfi er sérstakt kerfi sem byggir ofan á málkerfið. Grundvall-
arreglur bragarháttanna varða oftast hrynjandi, en einnig eru skilgrein-
ingar á ýmsu skrauti, sem gjama bindur kveðskapartextann saman í
smærri eða stærri einingar.
Hrynjandin byggir venjulega á því að það skiptast á sterkir og veikir
staðir, ris og hnig, sem svo eru nefnd á íslensku (ictus eða lift og
low eða drop á ensku). Hver bragarháttur skilgreinir sínar reglur um
hrynjandi. Reglumar kveða gjama á um það, að í risunum verði að
standa málkerfislega sterk atkvæði, áhersluatkvæði og/eða þung (löng)
atkvæði.
Rfm og stuðlasetning byggir hins vegar á því að bragkeríið setur
vissar reglur um það að sá texti sem fullnægja skal kröfum bragsins
verði að hafa hljóðþætti sem kallast á, ef svo má segja. í stuðlasetning-
unni, sem réttilega hefur verið nefnd Stabreim á þýsku, em það upphöf
áhersluatkvæða sem kallast á, en í endarími eru það niðurlög orða eða
atkvæða (sbr. nú síðast Eirík Rögnvaldsson 1989). Þessar bragreglur
geta verið áhugaverðar fyrir málfræðinga, ekki síður en bókmennta-
fræðinga. Þar sem bragreglumar vísa til máleininga vekur það áhuga
málfræðingsins hvemig það gerist nákvæmlega og hvaða máleiningar
það em sem málkerfið vísar til.
En hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir einu gmndvallaratriði:
bragkerfi og málkerfi eru aðskilin kerfi; máleiningamar hafa tiltekið
bragfræðilegt gildi, og rétt eins og formgerðarsinnar myndu segja
að gildi máleininganna ráðist af stöðu þeirra í málkerfinu og venslum
þeirra við aðrar einingar málsins, mætti segja að braggildið ráðist af
kerfisvenslum bragkerfisins. Á milli málkerfis og bragkerfis er svo
vörpun, sem skilgreinir samsvaranir milli brageininga og máleininga.
Oft samsvara brageiningamar beint einhverjum málfræðilega vel
afmörkuðum einingum. Þannig er það oftast í. stuðlasetningunni. m
stuðlar við sjálft sig, og sömuleiðis n, en m og n stuðla ekki saman í
hefðbundnum íslenskum kveðskap, enda em þau ólík fónem. Til þess
að einhverjar einingar hafi ólík braggildi verða þær að vera aðgreinan-
legar í málkerfinu sem stuðlasetningin byggir á. Annars gætu skáldin