Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 69
Um hendingar í dróttkvœðum hœtti
67
6. Lokaorð
Hér gefst því miður ekki rúm til að gera þessu efni þau skil sem þyrfti,
en ég Iæt þessu spjalli lokið með eftirfarandi tilgátu til þess að keppa
við þá sem gerir ráð fyrir að hendingamar séu komnar frá Irum:
Hendingamar urðu til heima fyrir, að fyrirmynd stuðlasetningar-
innar. Þegar skáldin tóku að ríma með hendingum höfðu þau stuðla-
setninguna í huga, og þess vegna urðu lögmál hendinganna að sumu
leyti lík lögmálum stuðlasetningarinnar, einkum það er varðaði „tóma
rímið“. Allar þær skýringar sem fræðimönnum hafa komið í hug á upp-
mna tóma rímsins gilda einungis um stuðlasetninguna, en engin þeirra
kemur heim við þau lögmál sem líklegt er að gilt hafi í niðurlagi at-
kvæðisins, þar sem hendingamar áttu sín heimkynni. Það er því líklegt
að ef rekja á „tóma rímið“ í hendingum og stuðlasetningu til sameigin-
legs uppruna, hljóti sá uppruni að vera í stuðlasetningunni. Við höfum
líka séð að hendingamar eiga sér ekki, a.m.k. í upphafi, neina eina eðli-
lega málkerfiseiningu sem hægt er að segja að sé umdæmi þeirra; þetta
er miklu frekar hægt að segja um stuðlasetninguna. Hendingamar bera
þess því nokkur merki að lögmál þeirra séu „innflutt“, en eigi sér ekki
dýpri málkerfislegar rætur. Þessi lögmál eru hins vegar ekki flutt úr
annarri menningu, þau eru fengin úr stuðlasetningunni. En vilji menn
vita af hverju menn tóku upp á því að nota hendingar, þá er ekki ástæða
til þess að útiloka þann möguleika að menn hafi verið að stæla írskar
hefðir.
Séreinkenni hendinganna gagnvart írskum rímreglum eru það mikil
og einnig líkindi þeirra við stuðlasetningu, að sú leið að rekja upp-
runa hendinganna til írlands gæti orðið býsna þymum stráð. Hafi hug-
rhyndin kviknað vegna utanaðkomandi áhrifa, virðist svo sem heima-
fengin sérkenni og braghefð hafi haft veruleg áhrif á aðlögun þeirra að
íslenskum aðstæðum.
HEIMILDIR
Allen, W. Sidney. 1973.Accent and Rhythm. Cambridge University Press, Cambridge.
Anderson, Stephen R. 1969. West Scandinavian Vowel Systems and the Ordering of
Phonological Rules. Doktorsritgerð, MIT, Cambridge, Massachusetts.