Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 171
íslenskar mállýskurannsóknir. Yfirlit
169
2.2
Marius Hægstad ferðaðist um Færeyjar og ísland sumarið 1907. Tilgangurinn með
ferðinni var, eins og hann segir (1942b:l), að
faa betre greida paa Ijodverki i dei norske maali paa de desse pyame, og — for Is-
lands vedkomande — særlig aa rpkja etter korleis det livande maalet der samhpver
med gamle og nye heimenorske maalfpre, og um det let seg ettervisa nokon ma-
alskilnad i dei ymse landsluter.
Nokkrar af niðurstöðum hans um íslenskar mállýskur birtust í mjög stuttri grein
árið 1910, en árið 1942 kom út bók þar sem gerð er mun nákvæmari grein fyrir fs-
lenskum mállýskum og málfari íslendinga. Greinin frá 1910 er eiginlega bara stuttur
útdráttur úr bókinni. Hægstad segist (1942b:l) hafa verið á Seyðisfirði, Húsavík, Ak-
ureyri, Norðvesturlandi, ísafirði og í Reykjavík og ferðast landveg milli þessara staða.
í Reykjavík hafði hann tækifæri til að tala við fjölda fólks hvaðanæva af landinu og
ferðaðist þaðan um Ámes- og Rangárvallasýslur. Hann segist hafa talað við fólk úr
öllum landshlutum og af öllum þjóðfélagsstigum. Hann segist hafa mestar upplýsingar
um málfar á Austurlandi (S-Múlasýslu), Norðurlandi (Eyjafirði) og Suðvesturlandi, en
minnst segist hann vita um málfar Skaftfellinga (1942b:l).
Hægstad virðist vera sá fyrsti sem sér ástæðu til að nefna mállýskuafbrigði eins
og röddun (1942b:41) og einhljóðaframburð á undan gi (1942b:47) og svo mörg önnur
smærri atriði. Á hinn bóginn minnist hann hvorki á [rl, m]-framburð né [n|l]-framburð
frekar en þeir sem nefndir vom í 2.1. Reyndar talar Hægstad um miklu fieiri atriði en
þeir sem höfðu minnst á mállýskur áður, en þess ber að geta að hann minnist aðeins á
örfá þeirra (þau helstu) í grein sinni árið 1910, svo að niðurstöðurhans hafa örugglega
ekki haft eins mikil áhrif á íslenska málfræðinga og þær hefðu getað gert ef þær hefðu
birst allar fljótlega eftir dvöl hans hér. Þess skal þó getið að hann þakkar(1942b:2) Jóni
Ólafssyni, ritstjóra, og Bimi Magnússyni Ólsen fyrir verðmætar upplýsingar.
23
Stefán Einarsson ferðaðist í tvo mánuði um Austfirði og Fljótsdalshérað sumar-
ið 1930 (1932a:33) og rannsakaði útbreiðslu ýmissa framburðaratriða. Hann virðist
hafa farið í þessa rannsóknarför fyrst og fremst til þess að finna mörk raddaðs og
óraddaðs framburðar og fór „um allt Fljótsdalshérað austan fljóts og Fljótsdal og Fell
fyrir handan“ (1932a:35—36). Einnig fór hann um Loðmundarfjörð og Borgarfjörð
(1932a:36), heimsótti Eskifjörð og Reyðarfjörð og athugaði þar fyrir utan nokkra menn
af öðrum íjörðum (1932a:41-42).
Þau atriði sem Stefán rannsakaði, fyrir utan röddun - óröddun, vora harðmæli -
linmæli (1932a:34), einhljóð - tvíhljóð á undan gi, [rl, m]-framburður - [(r)dl, (r)dn]-
framburður, fiámæli - „réttmæli“, liv-framburður - /:v-framburður og [bð, |ð]-fram-
burður- [vð,yð]-framburður (1932a:44—51). Aðaláherslan lá þó á rannsókn á röddun -
óröddun, en auk þess kannaði hann áttatáknanir (1932a:45). Út frá þessu fann hann svo
mállýskumörk og útbreiðslu þessara afbrigða á Austurlandi og eyðirtöluverðu máli í að
reyna að skýra þessi mörk með sögulegum og þjóðfélagslegum rökum (1932a:47-54).