Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 54
52
Kristján Árnason
orðum, v og j geta einungis staðið sem aðhvöif að eftirfarandi sérhljóði.
Orð eins og hrœvi og hlæja hafa þá atkvæðaskiptinguna hrœ.vi, hlœ.ja.
Það sem hér er sérstaklega athyglisvert er það, að hálfsérhljóðin skuli
ríma við núll. En það er einmitt nákvæmlega það sama og gildir um
hálfsérhljóðið j í stuðlasetningunni langt fram eftir öldum. Þetta kemur
fyrir hjá Hallgrími Péturssyni, sem þýðir að löngu eftir að hálfsérhljóð-
ið var orðið að önghljóði hélt það áfram að hafa sitt gamla braggildi í
stuðlasetningnni. (Öðru máli gegnir um v-ið, en svo er jafnan talið, að
í framstöðu hafi germanska hálfsérhljóðið [w] snemma orðið að reglu-
legu önghljóði, enda þótt í innstöðu hafi það haldist sem hálfsérhljóð
allmiklu lengur.)
Myndimar hrœvi og hlœja mynda allmerka andstæðu við aðrar
myndir sem sýna sérkenni í bragfræðilegri hegðun, nefnilega myndir
eins og búa og sía, þar sem hljóðgap fylgir áherslusérhljóðinu. Hefð-
bundin stafsetning greinir hljóð sem standa á undan hljóðgapi eða í bak-
stöðu sem löng, og þau verða að „breiðum“ sérhljóðum í nútímamáli.
En Hreinn Benediktsson (1967-8) hefur haldið því fram að þar sem
munurinn á löngu og stuttu sérhljóði hafi verið upphafinn í bakstöðu
og á undan sérhljóði, hafi sérhljóðið í rauninni verið „hvorki langt né
stutt", eins og hann orðar það. Mig langar, eins og í framhjáhlaupi, að
stinga upp á annarri skýringu á þessu.
Sérkenni orðmynda eins og búa í bragfræðilegri hegðun er hlutur
sem löngu hafði verið bent á, sennilega einna fyrst af Bugge (1879).
Bugge bendir m.a. á það að í 72. vísu í Háttatali gerir Snorri Sturluson
ráð fyrir því að orðin glóa og róa séu létt, eins og t.a.m. samir og framir,
sbr. 2. og 4. vísuorði í vísuhelmingnum:
(14) Gull kná greppar
gróa róa
váss eru seggir
samir framir (Snorra Edda 1931:245)
Ennfremur er það löngu þekkt staðreynd, að fyrstu atkvæði orða eins
og gróa og búa geta ekki borið ris ein sér í dróttkvæðum.