Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 142
140
Orð aforði
Múlasýslur, en þó alveg sérstaklega í N.-Múlasýslu. Þaðan komu lang-
flest dæmin. Ekki virtust Húnvetningar kalla efri hælinn kerlingu, og
sama er að segja um Vestfirðinga— og þó. Svo undarlega bregður sem
sé við, að Barðstrendingar, bæði í austur- og vestursýslunni, töluðu um
kerlingu sem efri hæl. Eins og með bónakarlinn getur verið erfitt að
útskýra, hvemig á þessu getur staðið. Öfugt við það, sem ég held um
bónakarlinn, dettur mér hér í hug, að þessi merking orðsins hafi verið
algengari áður fyrr, enda brá henni fyrir í Dalasýslu. Heimildarmaður
minn þar tók aftur á móti skýrt fram, að kevling væri fágætt nafn á efri
hæl.
Þá var það og til, að þar sem efri hæll var venjulegast eða einvörð-
ungu nefndur kerling, héti neðri hællinn bara hœll, en ekki neðri hcell.
Um það er heimild úr S.-Þingeyjarsýslu.
En svo kom það sama fyrir og með nafnið bónakarl, að kerling gat
einnig átt við sjálft handfangið á efri hælnum. Þá lá beinast við að kenna
hælinn við kerlinguna og kalla hann kerlingarhœl. Á þeim slóðum, þar
sem þetta nafn var notað, mun jafnvel ekki hafa verið talað um efri hœl.
Keiiingarhœll hét hann og annað ekki. Fjölmörg dæmi eru um kerl-
ingarhœl úr Þingeyjarsýslum, einkum þó syðri sýslunni. Annars bárust
heimildir um keiiingarhœl víða að af landinu, en óhætt er að fullyrða,
að aðalheimkynni þessa nafns hafi verið um Norðausturland.
Þá er þriðja og síðasta spumingin í þeirri fyrirsögn, sem ég gaf þess-
um hugleiðingum mínum. Hvað er húnnl Hér merkir það handfangið á
efri hælnum, og bárust dæmi um það úr öllum landshlutum. V íða virðist
það hafa verið eina nafnið á handfanginu — eða því sem næst. En við
hliðina á því kom svo upp veika orðmyndin húni, og hún var næstum
einráð víða, t.d. frá S.-Múlasýslu og suður um og allt vestur í Rangár-
vallasýslu. Þar töluðu menn um að halda um húnann, en ekki húninn.
Aftur á móti héldu menn um húninn frá Gullbringusýslu og vestur á
Snæfellsnes — eftir þeim heimildum, sem ég fékk. Síðan varð þetta
nokkuð á reiki, en frá Strandasýslu og allt austur í N.-Þingeyjarsýslu
virðast menn hafa talað um hún, halda um húninn. Rétt er svo að minna
á það, sem ég hef áður nefnt, að einmitt á þessu svæði voru notuð nöfnin
bónakarl og kerling um handfangið á efri hælnum. Virtist það eitthvað