Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 47
Um hendingar í dróttkvœðum hætti
45
sé nokkurt samband á milli með því að nota orð úr bragfræði um þessar
einingar, og liggur þá beint við að líta á rím og hendingar.
Sé litið til rímsins, þá virðist svo sem vörpunarreglumar milli mál-
kerfis og bragkerfis séu hér heldur ekki eins einfaldar og e.t.v. hefði
mátt búast við. Venjulegt endarím, evrópskt, sumir segja upprunnið í
latínu, er þannig að á kallast orð, eða það sem kalla má áherslufót (sbr.
Kristján Ámason 1983,1985) að frádregnum upphafsklasanum:
(3) hest: best
varta: s\arta
iossana : kossana
Það er sem sé ekki „rímið“ eitt sem rímar. Meira en eitt atkvæði getur
tekið þátt í þessum leik, og ef rímatkvæðin eru tvö, þurfa þau bæði að
vera eins (að frádregnum stuðlinum), og þá er upphaf þess seinna tek-
ið með í reikninginn: hestur rímar við vestur, en ekki við vestar, eða
veður. Hið sama gerist í ensku, silly rímar við willy, en ekki við willow
eða winnie. Enda þótt okkur hafi tekist að orða þetta á tiltölulega ein-
faldan og skiljanlegan hátt („áherslufótur að frádregnum upphafsklas-
anum“ (stuðlinum)), þá er það ekki nein ein málkerfisleg eining sem
vísað er til í reglunum um rímið.1
Allt hnígur þetta að því að þótt óhjákvæmilegt sé að bragkerfið byggi
1 í rauninni er algengasta rímið í íslensku eitt atkvæði eða tvö, og má segja að það
styðji að nokkru það sem sagt var um að það væri áherslufóturinn sem rímaði í ís-
lensku, því áherslufætur íslenskir eru að jafnaði einkvæðir eða tvíkvæðir. Þegar orð
eru þríkvæð, virðist tvennt geta gerst: Annaðhvort rfma öll atkvæðin þrjú: brandara,
standara, eða orðið er brotið upp í tvo áherslufætur:
... gefur okkur Guð
Guð, hann skapar allan lífsfögn«ð
Ætlar nú þetta auma par
upp í ból til framsóknar
Hérrímar síðasta atkvæði hins þríkvæða lífsfögnuð við hið einkvæða guð. Þetta má
rekja til aukaáherslunnar á hinu þríkvæða orði. Þ.e. lífsfögnuð hefur tvo áherslufætur,
þann seinni einkvæðan, og þetta getur rímað við orðið guð. Mér sýnist að þetta geti
gengið býsna langt, því hugsanlegt er að ha rími á móti brandara, eða finnst mönnum
of langt gengið að ríma svona: