Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 165
GUÐVARÐUR MÁR GUNNLAUGSSON
✓
Islenskar mállýskurannsóknir
Yfirlit
0.
Þessi grein* er unnin upp úr ritgerð,* 1 sem ég skrifaði í námsþættinum íslenskum
mállýskum á kandídatsstigi í íslenskri málfræði. Ritgerðin fjallaði um íslenska hefð í
mállýskurannsóknum, en birtist hér töluvert stytt þar sem ekki þótti ástæða til að tína
allt með sem fjallað var um í henni. Greininni er ætlað að gefa stutt yfirlit yfir það sem
gert hefur verið í íslenskum mállýskurannsóknum, jafnframt því sem hún á að vera eins
konar formáli að ritaskránni hér aftan við.
Ritaskráin var upphaflega heimildaskrá ritgerðar, en hefur verið aukin mjög. Lftið
hefur verið fellt burt, en inn hafa verið settar maigar greinar, sérstaklega um félagsleg
málvísindi og slangur, auk nokkunra ritdóma og athugasemda. En einnig hefur verið
bætt inn mörgum ritum sem höfðu farið hjá í fyrstu atrennu, svo og ritum sem ef til
vill eru á mörkunum að eigi heima í skrá yfir rit um íslenskar mállýskur. Eins er víst að
einhverrit vanti sem eiga meira erindi í skrána en sum þeirra sem þar eru fyrir. Stefnan
var þó sú að hafa frekar fleiri en færri rit í skránni.
Ritgerðin var upphaflega skrifuð um hefð í íslenskum mállýskurannsóknum og þess
vegna var gluggað í fjölda bóka og greina um málfræði og stafsetningu frá Fjölni fram
um 1940 til að vita hvort höfúndarþeirra segðu eitthvað um mismun í máli landsmanna.
Einnig var athugað hvað höfundamir hefðu fyrir sér þegar þeir ræddu hin ýmsu málaf-
brigði og útbreiðslu þeirra. Sumir minntust ekki á neinn mismun, en þrátt fyrir það
mátti lesa ýmislegt út úr orðum þeirra um málfar. Sem dæmi má nefna að það er ekki
hægt að skilja eftirfarandi orð Konráðs Gíslasonar (1836:35) öðm vísi en hann telji
alla íslendinga bera fram tvíhljóð á undan ng/nk:
Þá er líka nóg, að skrifa a, i, e, þar sem nú er skrifað á, í, ei, firir framann ng, nk —
t.a.m. þang (þáng), ling (líng), Svenki (Sveínki) — af þvt' ng, nk „færa“ það „með
* Þessi grein og ritaskráin birtust í síðasta (8.) hefti íslensks máls. Fyrir mistök, sem
algerlega skrifast á reikning ritstjóra, var þá ekki prentuð rétt gerð, en höfundur var
erlendis meðan heftið var í prentun. Vegna þessara mistaka þykir rétt að endurprenta
hér yfirlitið og ritaskrána — að þessu sinni eins og höfundur gekk frá því. Höfundur
og lesendurem beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. — Ritstj.
1 Ég þakka Kristjáni Ámasyni, dósent, gagnlegar ábendingar og góð ráð.