Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 16
14
Baldur Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson
hljóða. í sumum tilvikum er um að ræða mismunandi orðmyndir sama
orðs eða þá að merking er ekki alveg óskyld. Dæmi um algengar staf-
setningargildrur af þessu tagi á prófum eru ‘bindi’/'byndi’ (vth.nt. og
þt.) og ‘holt’/‘hollt’ (no. og lo.). Til að ráða fram úr vanda af þessu tagi
þarf nemandi að hafa góðan orðaforða, átta sig á skyldleika í merkingu
og geta beitt reglum um orðmyndun og beygingu. í prófinu er dæmi um
þetta, gilti, sem 78 nemendur rita gyllti. Orðið ‘gilti’ er mjög algengt
og málmurinn gull ætti sömuleiðis að vera nemendum kunnur. Merking
þessara tveggja orðmynda er fullkomlega óskyld og rithátturinn gyllti
hlýtur að benda til að nemandi hafi hreinlega ekki skilið málsgreinina.
Til að áætla stærð þess hóps, sem hljóðgreinir rétt en er ekki búinn að
tileinka sér grundvallaratriði rithefðarinnar, er unnt að miða við fjölda
þeirra sem gera hljóðréttar villur sem eru þó ekki „þær villur sem búast
má við“, eða „skynsamlegar villur“. í þessum hópi er væntanlega að
finna seinlæsa nemendur, þá sem hafa slakt sjónminni eða lítinn orða-
forða. Þessir nemendur eru margir fremur seinir að skilja það sem þeir
heyra í upplestri og þar sem framburður orkar tvímælis nýtist þeim ekki
heildarsamhengi málsgreinarinnar til að komast að réttri niðurstöðu.
Þeir rita því gyllti, kampvís og höfuð staða búa. Þótt hver þessara orð-
mynda komi ekki fyrir hjá fleiri en 10% eru dæmi um villur af þessu
tagi f öllum getuhópum nema þeim besta og því má ætla að vandræði
mjög margra nemenda stafi fremur af ónógri reynslu af rituðu máli en
vankunnáttu í stafsetningarreglum.
2.3 Stofn orða
Þá er komið að þeim þáttum sem beinlínis reyna á meðvitaða kunn-
áttu um stafsetningarreglur eins og þær eru kenndar í skólum. Eins og
drepið hefur verið á er forsenda reglulærdóms sú að nemendur hafi
góðan orðaforða og sé tamt að beita honum í riti. Einna nærtækast er
nemendum líklega að leita að stofni orðs, eða algengu skyldu orði. Sá
stuðningur sem nemendur hafa af stofni er að miklu leyti ómeðvitaður í
sjónminni eða rithefð. Þó eru nokkur orð sem við teljum að veki marga
nemendur til meðvitaðrar leitar að stofni. Þá reynir verulega á málskiln-
ing, orðaforða og beitingu orðmyndunarreglna. Okkur virðast margir