Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 47

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 47
JÓMSVÍKINGA saga 45 EFNISÁGRIP Jómsvíkinga saga í AM 291 4to er í tveimur meginþáttum (I og II), fyrri hlutinn um forsögu Dana (bls. 1—3619 í útg. C. af Petersens, 1882), liinn síðari hin eiginlega Jómsvíkinga saga. I skiptist í þrjá aðalkafla: I (a) 1—1510, I (b) 1512—2212, I (c) 2213—3513; við þa bætist smakafli í tveimur þáttum: I (d.l) 3513-25, 3610-10 og I (d.2 ) 3525—3610. I hefur af ýmsum fræðimönnum verið talinn síðari viðbót. I þessari ritgerð er gerð athugun á nokkrum orðmyndum í 291 til þess að komast að raun um hvort þær gætu bent i að kaflarnir I og II stöfuðu frá mismunandi forritum. Þann varnagla verður að slá um niðurstöður þessarar rannsóknar, að 291 er uppskrift sem komin er a. m. k. í þriðja lið frá frumriti. 291 er talið skrifað seint á 13. öld, en margar gamlar orðmyndir í því sýna að forrit þess hefur naumast verið yngra en frá því um 1230. Gerður er samanburður á tíðni nokkurra orðmynda í köflum Jvs. (sjá töfluna á bls. 29—31). Niðurstaða þessa samanburðar er sú, að greinileg skil eru á milli kaflanna I og II um notkun einstakra orðmynda. Sömuleiðis virðist kaflinn I (a) greinast frá köflunum I (b—c) (sjá einkum tölurnar um of/um). Af þessu er eðlilegt að álykta að 1 og II séu í upphafi sinn úr hvoru riti, og að I (a—b—c) sé tekinn í heilu lagi úr einni og sömu heimild, en ákveðin ein- kenni hennar koma fram í töflunni. Innan þessarar heimildar mætti þá ætla að I (a) hefði þegar haft ákveðin sérkenni. Fræðimenn hafa talið að I (c) væri runninn frá Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug munk Leifsson, og í ritgerðinni eru færðar líkur að því að I (b) hljóti að vera af sömu rót. Um I (a) er allt óvissara. Sumt efni þessa kafla er vafalítið komið frá Skjöld- unga sögu, ef til vill með Olafs sögu Gunnlaugs að millilið. Hér eru leiddar að því líkur að allur kaflinn I (a) sé í upphafi ættaður frá Skjöldunga sögu, en Ólajs saga Gunnlaugs hafi verið milliliður; gera mætti ráð fyrir áhrifum frá texta Skjöldunga sögu á íslenzku þýðinguna á texta Gunnlaugs. Enn fremur verður að gera ráð fyrir breytingum bæði á I (a) sjálfum og á texta Gunnlaugs eins og hann er varðveittur í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. Ilins vegar er bent á atriði í I (a) sem líklegt er til að vera frá Gunnlaugi runnið (orðalík- ing við Jóns sögu hclga). Á þennan hátt mætti skýra sérstöðu kaflans I (a). Hann hefði þá í upphafi staðið með I (b—c), en í nokkuð annarri gerð. Sá sem setti saman I og II hefði þá endurskoðað allan kaflann I, og væri sú endur- skoðun skýringin á sameiginlegum einkennum í I; liins vegar hefði orðið nógu mikið eftir af upphaflegum sérkennum í I (a) til þess að sá kafli greinist frá I (b—c). Þessi niðurstaða er þó fremur skýringartilraun en sannanleg kenning. I (d) er vafalaust innskot í forritið að 291. Heimildin að I (d.l) er senni-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.