Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 47
JÓMSVÍKINGA saga
45
EFNISÁGRIP
Jómsvíkinga saga í AM 291 4to er í tveimur meginþáttum (I og II), fyrri
hlutinn um forsögu Dana (bls. 1—3619 í útg. C. af Petersens, 1882), liinn síðari
hin eiginlega Jómsvíkinga saga. I skiptist í þrjá aðalkafla: I (a) 1—1510, I (b)
1512—2212, I (c) 2213—3513; við þa bætist smakafli í tveimur þáttum: I (d.l)
3513-25, 3610-10 og I (d.2 ) 3525—3610.
I hefur af ýmsum fræðimönnum verið talinn síðari viðbót. I þessari ritgerð
er gerð athugun á nokkrum orðmyndum í 291 til þess að komast að raun um
hvort þær gætu bent i að kaflarnir I og II stöfuðu frá mismunandi forritum.
Þann varnagla verður að slá um niðurstöður þessarar rannsóknar, að 291 er
uppskrift sem komin er a. m. k. í þriðja lið frá frumriti. 291 er talið skrifað
seint á 13. öld, en margar gamlar orðmyndir í því sýna að forrit þess hefur
naumast verið yngra en frá því um 1230.
Gerður er samanburður á tíðni nokkurra orðmynda í köflum Jvs. (sjá töfluna
á bls. 29—31). Niðurstaða þessa samanburðar er sú, að greinileg skil eru á milli
kaflanna I og II um notkun einstakra orðmynda. Sömuleiðis virðist kaflinn
I (a) greinast frá köflunum I (b—c) (sjá einkum tölurnar um of/um).
Af þessu er eðlilegt að álykta að 1 og II séu í upphafi sinn úr hvoru riti, og
að I (a—b—c) sé tekinn í heilu lagi úr einni og sömu heimild, en ákveðin ein-
kenni hennar koma fram í töflunni. Innan þessarar heimildar mætti þá ætla
að I (a) hefði þegar haft ákveðin sérkenni.
Fræðimenn hafa talið að I (c) væri runninn frá Ólafs sögu Tryggvasonar
eftir Gunnlaug munk Leifsson, og í ritgerðinni eru færðar líkur að því að I (b)
hljóti að vera af sömu rót.
Um I (a) er allt óvissara. Sumt efni þessa kafla er vafalítið komið frá Skjöld-
unga sögu, ef til vill með Olafs sögu Gunnlaugs að millilið. Hér eru leiddar að
því líkur að allur kaflinn I (a) sé í upphafi ættaður frá Skjöldunga sögu, en
Ólajs saga Gunnlaugs hafi verið milliliður; gera mætti ráð fyrir áhrifum frá
texta Skjöldunga sögu á íslenzku þýðinguna á texta Gunnlaugs. Enn fremur
verður að gera ráð fyrir breytingum bæði á I (a) sjálfum og á texta Gunnlaugs
eins og hann er varðveittur í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. Ilins vegar
er bent á atriði í I (a) sem líklegt er til að vera frá Gunnlaugi runnið (orðalík-
ing við Jóns sögu hclga). Á þennan hátt mætti skýra sérstöðu kaflans I (a).
Hann hefði þá í upphafi staðið með I (b—c), en í nokkuð annarri gerð. Sá sem
setti saman I og II hefði þá endurskoðað allan kaflann I, og væri sú endur-
skoðun skýringin á sameiginlegum einkennum í I; liins vegar hefði orðið nógu
mikið eftir af upphaflegum sérkennum í I (a) til þess að sá kafli greinist frá
I (b—c). Þessi niðurstaða er þó fremur skýringartilraun en sannanleg kenning.
I (d) er vafalaust innskot í forritið að 291. Heimildin að I (d.l) er senni-