Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 66
64
HREINN BENEDIKTSSON
stöðu er lengd samhljóða mjög á reiki.19 Einnig ber þess að geta,
að tíðni hinna ýmsu sérhljóða er allt önnur í áherzlulausum atkvæð-
um en í áherzluatkvæðinu. Langalgengustu sérhljóðin í áherzlulaus-
um atkvæðum eru /i, u, a/, og er tíðni þeirra tiltölulega miklu meiri
í áherzlulausum atkvæðum en í áherzluatkvæði. Mörg hinna sér-
hljóðanna koma að sjálfsögðu líka fyrir í áherzlulausum atkvæðum,
en tíðni þeirra er þar tiltölulega miklu minni en í áherzluatkvæði.20
í samsettum orðum er þessu öðruvísi varið. Sterk aukaáherzla
hvílir að jafnaði á fyrsta atkvæði síðari liðs, og þetta atkvæði getur
verið annað, þriðja, fjórða eða jafnvel fimmta atkvæði orðsins, allt
eftir lengd fyrri hluta. Hinn merkingargreinandi lengdarmunur
hljóðanna helzt einnig í fyrsta atkvæði siðari liðs, og tíðni hinna
ýmsu sérhljóða í þessu atkvæði er svipuð og í áherzluatkvæði ósam-
settra orða, en önnur en í áherzlulausum atkvæðum. Loks myndast
svo á mörkum hinna tveggja liða í samsettum orðum ýmis sam-
hljóðasambönd, sem ekki koma fyrir í ósamsettum orðum.
A hinn bóginn hafa ósamsett og samsett orð ýmis sameiginleg ein-
kenni. í fyrsta lagi sérstöðu fyrsta atkvæðis, sem ber aðaláherzluna.
í öðru lagi beygjast samsett orð á sama hátt og ósamsett. Hinir tveir
liðir samsettra orða heygjast ekki hvor fyrir sig, heldur beygist
orðið sem heild, og beygingarendingarnar eru hinar sömu og í ósam-
settum orðum og standa á sama stað, þ. e. bætast við stofninn.
19 I áherzlulausu atkvæði virðist lengdarmunur vera merkingargreinandi i
dæmi eins og þolf. flt. með greini dagana, borið saman við eignarf. flt. með
greini daganna. Svo mun þó ekki vera. Þessar tvær orðmyndir eru venjulega
bornar eins fram. Af samhenginu er venjulega greinilegt, hvort um er að ræða
þolfall eða eignarfall. Stundum er Jtó gerður greinarmunur á þessum tveimur
myndum, t. d. í upplestri, og þá þannig, að sterk aukaáherzla eða jafnvel aðal-
áherzlan er lögð á annað atkvæði, þannig að lengdarmunurinn komi fram.
Þessi orð brjóta því ekki í bág við regluna, heldur staðfesta þau hana. Enginn
munur er gerður í framburði á viðskeytinu í eignarf. flt. annarra annars vegar
og þessara hins vegar. Sama gildir einnig um annað atkvæði í eignarf. eint.
löndunar annars vegar og Þórunnar, einkunnar hins vegar.
20 011 þessi einkenni eru því „Grenzsignale“, í þeirri merkingu, sem N. S.
Trubetzkoy notar þetta orð, Grundziige der Phonologie (Travaux du Cercle
Linguistiquc de Prague, VII; Prague 1939), 241—261.